Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:01 Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir morgundaginn. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur. Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Það er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar á landinu í dag en á morgun dregur til tíðinda þar sem mjög djúp lægð er væntanleg að Hvarfi, suðurodda Grænlands, og sendir hún skil yfir Ísland með sunnan og suðaustan stormi eða roki. Gular viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og miðhálendið. Fyrstu viðvaranir taka gildi upp úr hádegi og gilda fram á kvöld en á miðhálendinu og Norðurlandi eystra taka viðvaranir gildi seinni partinn. Samhliða storminum er gert ráð fyrir töluverðri úrkomu og á láglendi fer úrkoman fljótlega yfir í rigningu þegar hlýnar í veðri en búast má við þriggja til níu stiga hita seinni partinn. „Rigningar- og leysingarvatn getur því valdið vandræðum og rétt er að vera á varðbergi og reyna að forðast vatnstjón. Á fjallvegum má gera ráð fyrir snjókomu eða slyddu fram eftir degi ásamt mikilli veðurhæð. Það þarf því vart að taka fram að á morgun er mjög slæmt ferðaveður,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings EFtir að skilin hafa gengið yfir á vestanverðu landinu annað kvöld tekur við hvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum samhliða kólnandi veðri. Veðrið skánar ekki mikið á þriðjudag en þá er spáð allhvassri eða hvassri suðvestanátt víða um land með éljagangi. Varað er við erfiðum aksturskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á þriðjudag: Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og éljagangur, en bjartviðri norðaustantil á landinu. Kólnar í veðri, vægt frost seinnipartinn. Á miðvikudag: Ákveðin suðlæg átt með éljum, en áfram þurrt norðaustanlands. Frost víða 0 til 4 stig. Bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Á fimmtudag: Hvöss suðvestlæg átt og snjókoma eða él víða um land. Hiti breytist lítið. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Víða vægt frost. Á laugardag: Útlit fyrir suðlæga átt og snjókomu eða slyddu. Hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira