Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. mars 2022 13:26 Óalgengt er að allir séu á eitt sáttir með framlag Íslands til Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins. Eurovision Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Það eru systurnar Sigga, Beta og Elín, Eyþórsdætur, sem fara út til Tórínó á Ítalíu eftir tvo mánuði til að keppa þar í Eurovision fyrir hönd Íslands. Lag þeirra heitir Með hækkandi sól. Úrslitin komu kannski mörgum á óvart en atriði Reykjavíkurdætra hafði verið spáð afgerandi sigri af veðbönkum. Þetta kom vinningsatriðinu sjálfu meira að segja á óvart eins og þær systur viðurkenndu fúslega uppi á sviði á keppninni í gær. Í kjölfar keppninnar skapaðist umræða á netinu þar sem margir kvörtuðu yfir því að hafa ekki náð í gegn um símkerfið til að kjósa atriði Reykjavíkurdætra. Reykjavíkurdætur í einvíginu margumtalaða.Hulda Margrét Þar virðast margir halda því staðfastlega fram að það hafi verið bilun í kerfinu sem olli því að atriði Siggu, Betu og Elínar sigraði í gærkvöldi. Margir einfaldlega inneignalausir Samkvæmt upplýsingum frá Rúnari Frey Gíslasyni, framkvæmdastjóra keppninnar var Vodafone beðið um að kanna hvort eitthvað væri til í þessu. Rúnar Freyr Gíslason segir marga einfaldlega hafa verið inneignalausa og talið að um bilun hafi verið að ræða í símkerfinu þegar þeir gátu ekki kosið.Stöð 2 Og svo virðist alls ekki vera. Um 99,6 prósent þeirra sem reyndu að kjósa í gær náðu í gegn um kerfið og hinir sem náðu því ekki höfðu kosið mismunandi atriði. Hvert einasta ár séu einhverjar truflanir á kosningakerfinu, 0,4 prósent í ár, sem sé ekki mikið. Þó bendir Rúnar á að þeir sem séu í frelsisleið með farsímann sinn og hafi ekki átt inneign á símanum hafi auðvitað ekki getað kosið. Þetta hafi kannski ruglað marga. Því virðist ljóst að þær Sigga, Beta og Elín því réttmætir sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins.
Eurovision Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira