Sara og BKG tóku stökk í síðasta hluta The Open: Fjögur á topp fimmtíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir var á uppleið allar vikurnar á The Open. Instagram/@sarasigmunds Ísland endaði með fjóra flotta fulltrúa meðal fimmtíu efstu á The Open í ár en þar er á ferðinni fyrsti hluti undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri af íslenska CrossFit-fólkinu í ár. Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti. CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er samt á réttri leið og hækkaði sig mikið aðra vikuna í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir hækkaði sig líka mikið og það gerði Björgvin Karl Guðmundsson einnig. CrossFit samtökin hafa nú tekið á móti öllum úrslitum fyrir þriðja hluta The Open og þó að niðurstöðurnar séu ekki endanlega staðfestar þá breytast þær ekki mikið úr þessu. Þriðji hlutinn reyndi verulega á og það var gaman að sjá íslenska CrossFit fólkið standa sig vel. Nú eru átta manna úrslitin en þar mun reyna enn meira á íslenska fólkið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í sumar. Ellefu bestu íslensku konurnar á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Anníe Mist hækkaði sig um tvö sæti í þriðja hlutanum og endar því í átjánda sætinu. Þuríður Erla Helgadóttir kom sér inn á topp fimmtíu með því að hækka sig um sex sæti og komast upp í 46. sætið. Sara Sigmundsdóttir fór upp um 43 sæti milli 22.1 og 22.2 og nú hoppaði hún upp um 26 sæti og inn á topp fimmtíu. Sara endaði í 48. sætinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Katrín Tanja hækkaði sig um sjötíu sæti því hún fór úr 208. sætinu upp í sæti númer 138. Fimmta íslenska konan á listanum er síðan Sólveig Sigurðardóttir sem endaði í 171. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson fór upp um 45 sæti og endaði í 32. sætinu en hann var í 77. sætinu eftir 22.2. Næsti íslenski karlmaðurinn á eftir Björgvini er Þorri Þorláksson sem er í 679. sæti í heildarkeppninni. Alex Daði Reynisson er í 923. sæti, Bjarni Leifs í 972. sæti og Sigurður Jónsson er í 1111. sæti. Ellefu bestu íslensku karlarnir á CrossFit Open í ár.CrossFit Games Hin átján ára gamla Mallory O'Brien vann The Open hjá konunum en hún endaði tveimur stigum á undan heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey sem er tíu árum eldri. O'Brien var á topp tvö í öllum þremur hlutunum og það dugði ekki Toomey að vinna bæði 22.2 og 22.3. Hin bandaríska Haley Adams varð þriðja, Frakkinn Laurie Clément í fjórða sæti og í því fimmta endaði Brooke Wells sem er að koma til baka eftir erfið olnbogameiðsli. Efsti Norðurlandabúinn varð hin norska Andrea Solberg sem endaði níunda en landa hennar Matilde Garnes varð í ellefta sæti. Bandaríkjamenn voru í fimm efstu sætunum hjá körlunum. Saxon Panchik vann, Matt Poulin varð annar, heimsmeistarinn Justin Medeiros náði þriðja sætinu, Colten Mertens varð fjórði og Phil Toon endaði í fimmta sæti. Efsti Norðurlandabúinn varð Svíinn Victor Ljungdal í sjötta stæinu en Finninn Jonne Koski náði nítjánda sæti.
CrossFit Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira