Jussie Smollett laus úr fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 10:14 Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi. AP/Rex Arbogast Bandaríska leikaranum Jussie Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niðurstöðu áfrýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga óskilorðsbundið fangelsi og 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sviðsett árás á sjálfan sig árið 2019. Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur. Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur.
Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent