Mikil ásókn í Parkódín: Gagnrýnir harðlega að Covid-smituðum hafi verið vísað í apótekin Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2022 13:52 Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, er allt annað en ánægður með vinnubrögð Lyfjastofnunar. Lyfja Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri verslanasviðs hjá Lyfju, segir að mikil ásókn hafi verið í verkjalyfið Parkódín (500 mg/10 mg) í gær og í dag eftir að Lyfjastofnun veitti tímabundna heimild fyrir Covid-sjúklinga að nálgast lyfið án lyfseðils. Hann gagnrýnir vinnubrögð Lyfjastofnunar harðlega. Þórbergur segir að það hafi verið mjög mikil sala á Parkódíni eftir þessa tímabundnu heimild og talsvert hafi mætt á starfsfólki. „Þetta er alveg vinsælt. En þetta er búið að vera ansi bratt fyrir okkar fólk.“ Hann segist þó harðlega gagnrýna aðdragandann að þessari breytingu hjá Lyfjastofnun. „Það var mjög sérstakt hvernig staðið var að þessu og við erum bara að reyna að leysa málið. Það þarf að gefa út neyðarlyfjaávísun fyrir hverja pakkningu og fólk þarf að vera með vottorð. Það eru ekki allir sem skilja það, eða vilja skilja það.“ Hann segir að við þetta bætist að fólk sé að koma smitað af kórónuveirunni inn í apótekin. „Þegar allar heilbrigðisstofnanir eru að biðja Covid-smitaða um að koma ekki, þá tók Lyfjastofnun upp á því, upp á sitt einsdæmi, að vísa öllum til okkar. Sem var náttúrulega hrein og klár handvömm, ekki í neinu samráði við okkur.“ Tíu töflu pakkningarnar uppseldar Þórbergur segir að allar tíu töflu pakkningar af Parkódíni séu löngu uppseldar í apótekum Lyfju. „Nú er verið að brjóta upp stærri pakkningar til að selja þetta út. Ég er nú ekki með nákvæmar upplýsingar um lagerstöðuna á Parkódíni og sömuleiðis er erfitt að segja til um hvernig framhaldið verður. En þetta snýst auðvitað um að þjónusta fólk, að fólk fái lyfin. Það sem við erum þó ekki ánægð með er að Lyfjastofnun fari þveröfuga leið en aðrar heilbrigðisstofnanir og vísi Covid-smituðum í apótekin til að nálgast lyfið. Aðrar stofnanir hafa beðið smitaða um að fá aðra til að sækja lyfin. Við erum því með hóstandi fólk standandi yfir starfsfólki okkar. Við eins og allir aðrir erum að berjast við að halda úti starfsemi vegna veikinda starfsfólks og svo fáum við svona skilaboð frá opinberri stofnun sem er auðvitað ekki forsvaranlegt.“ Í lausasölu til 18. apríl Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær að breytingin muni létta álagi af heilsugæslunni, en læknar þar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem sé eitt einkenna Covid-19. „Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt. Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi,“ sagði um breytinguna. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þórbergur segir að það hafi verið mjög mikil sala á Parkódíni eftir þessa tímabundnu heimild og talsvert hafi mætt á starfsfólki. „Þetta er alveg vinsælt. En þetta er búið að vera ansi bratt fyrir okkar fólk.“ Hann segist þó harðlega gagnrýna aðdragandann að þessari breytingu hjá Lyfjastofnun. „Það var mjög sérstakt hvernig staðið var að þessu og við erum bara að reyna að leysa málið. Það þarf að gefa út neyðarlyfjaávísun fyrir hverja pakkningu og fólk þarf að vera með vottorð. Það eru ekki allir sem skilja það, eða vilja skilja það.“ Hann segir að við þetta bætist að fólk sé að koma smitað af kórónuveirunni inn í apótekin. „Þegar allar heilbrigðisstofnanir eru að biðja Covid-smitaða um að koma ekki, þá tók Lyfjastofnun upp á því, upp á sitt einsdæmi, að vísa öllum til okkar. Sem var náttúrulega hrein og klár handvömm, ekki í neinu samráði við okkur.“ Tíu töflu pakkningarnar uppseldar Þórbergur segir að allar tíu töflu pakkningar af Parkódíni séu löngu uppseldar í apótekum Lyfju. „Nú er verið að brjóta upp stærri pakkningar til að selja þetta út. Ég er nú ekki með nákvæmar upplýsingar um lagerstöðuna á Parkódíni og sömuleiðis er erfitt að segja til um hvernig framhaldið verður. En þetta snýst auðvitað um að þjónusta fólk, að fólk fái lyfin. Það sem við erum þó ekki ánægð með er að Lyfjastofnun fari þveröfuga leið en aðrar heilbrigðisstofnanir og vísi Covid-smituðum í apótekin til að nálgast lyfið. Aðrar stofnanir hafa beðið smitaða um að fá aðra til að sækja lyfin. Við erum því með hóstandi fólk standandi yfir starfsfólki okkar. Við eins og allir aðrir erum að berjast við að halda úti starfsemi vegna veikinda starfsfólks og svo fáum við svona skilaboð frá opinberri stofnun sem er auðvitað ekki forsvaranlegt.“ Í lausasölu til 18. apríl Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í gær að breytingin muni létta álagi af heilsugæslunni, en læknar þar hafa ávísað lyfinu til að slá á hósta, sem sé eitt einkenna Covid-19. „Til að hægt verði að kaupa lyfið í lausasölu þarf að framvísa staðfestingu á Covid-19 smiti úr Heilsuveru og má staðfestingin ekki vera eldri en mánaðargömul þann dag sem lyfið er keypt. Ef lyfið er keypt af öðrum en sjúklingi þarf skjáskot eða útprentun úr Heilsuveru, auk umboðs til að sækja lyf fyrir viðkomandi sjúkling. Hægt verður að kaupa lyfið í lausasölu til 18. apríl næstkomandi,“ sagði um breytinguna.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31 Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Lítil áhætta fólgin í breytingu á sölu Parkódíns en mikilvægt að hafa varann á Yfirlæknir á Vogi hefur litlar áhyggjur af því að sjúklingar sem greinst hafa með Covid-19 fái Parkódín án lyfseðils í litlu magni en segir þó mikilvægt að hafa varann á þar sem um ávanabindandi lyf er að ræða. Tímabundin heimild Lyfjastofnunar gildir í rúman mánuð en takmarkanir verða settar á hverjir geta fengið lyfið. 16. mars 2022 13:31
Covid-smitaðir geta fengið Parkódín án lyfseðils Sjúklingar með virkt Covid-19 smit munu nú geta keypt Parkódín (500 mg/10 mg) án lyfseðils með tímabundinni heimild Lyfjastofnunar frá og með deginum í dag. 16. mars 2022 08:40
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. 27. janúar 2022 18:35