Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 22:18 Þjálfari Hauka, Bjarni Magnússon, var ánægður með sitt lið í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn. „Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“ Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
„Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“
Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00