Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 22:18 Þjálfari Hauka, Bjarni Magnússon, var ánægður með sitt lið í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn. „Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“ Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“
Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00