Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar Árni Jóhannsson skrifar 17. mars 2022 22:18 Þjálfari Hauka, Bjarni Magnússon, var ánægður með sitt lið í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn. „Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“ Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
„Við náðum góðum spretti þarna undir lok fyrri hálfleiks og ætluðum að koma af sama krafti út í þriðja leikhluta. Varnarlega náum við að gera það og halda þeim í 13 stigum en við hefðum viljað skora meira en 13 stig. Varnarlega vorum við svo heilt yfir frábærar. Þær skora 23 stig í seinni hálfleik en Diane Diené var okkur erfið í fyrri hálfleik en hún skorar bara 2 stig í þeim seinni og við náðum að loka vel á Lavine. Við náðum þess vegna að loka vel á þau atriði sem við ætluðum að loka og þess vegna skora þær þessi 57 stig sem þær gera. Við náum síðan að skora 25 stig í fjórða leikhluta og lokum leiknum“, sagði sigurreifur þjálfari Hauka Bjarni Magnússon þegar hann var spurður að því hvað hafi skipt sköpum í sigri Hauka. Hann var því næst spurður út í breiddina á hópnum sínum og sérstaklega frammistöður Lovísu Bjartar Henningsdóttur sem skoraði 24 stig í kvöld og skilaði 29 framlagspunktum. Hún steig upp þegar aðrar náðu ekki að komast í sinn takt og skoraði mjög mikilvægar körfur þegar Haukar slitu sig frá Njarðvíkingum. „Hún var bara frábær. Hún byrjaði í dag en hún hefur ekki verið að byrja undanfarið og var komin með 13 stig á mjög skömmum tíma. Þannig að planið heppnaðist vel og hún spilaði rosalega vel í kvöld. Við erum svo með það breiðan hóp tel ég að þó að einhver eigi ekki daginn sinn. Kira Robinson átti ekki góðan dag, hún meiddi sig aðeins líka, og Helena hefur spilað betur. Lovísa stigur upp og Bríet einnig. Í síðasta leik voru það svo Lovísa og Tinna sem stigu upp. Við eigum marga góða leikmenn sem geta átt góða leiki.“ Í framhaldi var Bjarni svo spurður út í það hvort hann teldi Hauka eiga góða möguleika með öll sín vopn á móti liði sem er kannski ekki með jafn breiðan hóp. „Breiðablik er flott lið. Ég var nú ekki kominn svo langt. Við þurfum nú að fara heim og getum leyft okkur að brosa aðeins. Svo er það bara endurheimt á morgun og við kíkjum aðeins á Blikana svo er það bara laugardagskvöld í Smáranum á þeirra heimavelli og við þurfum að vera klárar í það.“ Haukum líður samt mjög vel í Smáranum en þær hafa unnið Blika tvisvar í vetur þar með 33 stigum að meðaltali og svo steinlá Njarðvík fyrir þeim í kvöld. Brosið færðist yfir andlit Bjarna þegar honum var tjáðar þessar upplýsingar. „Frábært! Það er mjög gott en það gefur okkur lítið á laugardaginn en það er mjög gott ef leikmönnum mínum líður vel í þessu húsi. Við þurfum samt aldeilis að koma klárar því við ætlum okkur að vinna þennan bikar.“
Haukar Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - Haukar | Vilja verja titilinn Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83. 17. mars 2022 23:00
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn