Þúsundir skráðu sig í Leitina að stjörnunni Leitin að stjörnunni 18. mars 2022 09:03 Hulunni hefur verið svipt af Leitinni að stjörnunni. Yfir þrjú þúsund manns hafa skráð sig í „Leitina að stjörnunni“. Talsverð leynd hefur hvílt yfir verkefninu en skráningarfrestur rann út á miðnætti. Þeir Valþór Örn Sverrisson og Alexander Aron Valtýsson eru mennirnir á bak við leitina og segja að undirtektirnar hafa farið fram úr björtustu vonum, áhuginn sé greinilega mikill á að tefla fram stjörnum á öllum aldri og fyrirspurnum hafi rignt inn á netfang leitarinnar. Þeir hafa hins vegar ekkert gefið upp um verkefnið en svipta nú hulunni af því hvað Leitin að stjörnunni snýst raunverulega um. „Leitin að stjörnunni er splunkunýtt íslenskt borðspil sem inniheldur yfir 700 spurningar úr tónlistar- og kvikmyndaheiminum,“ segir Valþór. „Þetta er því ekki sjónvarpsþáttur né útvarpsþáttur eins og látið var í veðri vaka heldur snýst þetta um að leita að stjörnunni á þínu heimili. Fjölskyldan eða vinahópurinn geta spilað saman og átt frábæra kvöldstund,“ segir hann. Spilið hentar þáttakendum á öllum aldri og snúast spurningarnar um allt milli himins og jarðar sem tengist tónlist og kvikmyndum. Reynt er að snúa á þátttakendur með ýmsum þrautum. „Fólk getur þurft að botna setningar úr lögum. Það getur líka þurft að þekkja íslenskt lag sem búið er að snúa yfir á ensku eða enskt lag sem búið er að snúa yfir á íslensku. Það eru spurningar fyrir allan aldur, allt frá því hver var gítarleikari Led Zeppelin að hvað heitir nýjasta lag Olivia Rodrigo “ útskýrir Valþór en þeir nutu aðstoðar fólks á ólíkum aldri við að búa til spurningarnar. „Dóttir mín vann með okkur krakka spurningarnar og svo fengum við fólk á ólíkum aldri til að koma með hugmyndir að allskyns spurningum. Við lágum yfir gerð spilsins í tæplega hálft ár og erum virkilega spenntir að geta loksins kynnt það." Valþór og Alexander hafa mikinn áhuga á markaðsfræði og langaði til að gera eitthvað öðruvísi til þess að kynna spilið fyrir landsmönnum. „Hugmyndin að auglýsa spilið með þessari leynd kviknaði rétt fyrir jól. Við vorum búnir að kasta fram allskonar hugmyndum en enduðum á þessari vegna þess að okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi," segja þeir. „Nokkrir heppnir sem skráðu sig á leitinadstjornunni.is eiga von á glaðning á næstu dögum.“ Leitina að stjörnunni er hægt að nálgast í öllum verslunum Hagkaupa og á vefnum www.leitinadstjornunni.is Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
„Leitin að stjörnunni er splunkunýtt íslenskt borðspil sem inniheldur yfir 700 spurningar úr tónlistar- og kvikmyndaheiminum,“ segir Valþór. „Þetta er því ekki sjónvarpsþáttur né útvarpsþáttur eins og látið var í veðri vaka heldur snýst þetta um að leita að stjörnunni á þínu heimili. Fjölskyldan eða vinahópurinn geta spilað saman og átt frábæra kvöldstund,“ segir hann. Spilið hentar þáttakendum á öllum aldri og snúast spurningarnar um allt milli himins og jarðar sem tengist tónlist og kvikmyndum. Reynt er að snúa á þátttakendur með ýmsum þrautum. „Fólk getur þurft að botna setningar úr lögum. Það getur líka þurft að þekkja íslenskt lag sem búið er að snúa yfir á ensku eða enskt lag sem búið er að snúa yfir á íslensku. Það eru spurningar fyrir allan aldur, allt frá því hver var gítarleikari Led Zeppelin að hvað heitir nýjasta lag Olivia Rodrigo “ útskýrir Valþór en þeir nutu aðstoðar fólks á ólíkum aldri við að búa til spurningarnar. „Dóttir mín vann með okkur krakka spurningarnar og svo fengum við fólk á ólíkum aldri til að koma með hugmyndir að allskyns spurningum. Við lágum yfir gerð spilsins í tæplega hálft ár og erum virkilega spenntir að geta loksins kynnt það." Valþór og Alexander hafa mikinn áhuga á markaðsfræði og langaði til að gera eitthvað öðruvísi til þess að kynna spilið fyrir landsmönnum. „Hugmyndin að auglýsa spilið með þessari leynd kviknaði rétt fyrir jól. Við vorum búnir að kasta fram allskonar hugmyndum en enduðum á þessari vegna þess að okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi," segja þeir. „Nokkrir heppnir sem skráðu sig á leitinadstjornunni.is eiga von á glaðning á næstu dögum.“ Leitina að stjörnunni er hægt að nálgast í öllum verslunum Hagkaupa og á vefnum www.leitinadstjornunni.is
Leitina að stjörnunni er hægt að nálgast í öllum verslunum Hagkaupa og á vefnum www.leitinadstjornunni.is
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira