Man City í undanúrslit eftir stórsigur á Southampton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 17:00 Phil Foden skoraði glæsilegt mark í dag. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit. Raheem Sterling kom gestunum frá Manchester yfir snemma leiks. Eftir það skiptust liðin á að sækja og áttu bæði skot í stöng. İlkay Gündoğan tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann frekar í stöngina en netið og gestirnir því aðeins með eins marks forystu undir lok fyrri hálfleiks. A cruel deflection off of @Laporte sees the ball end up in his own goal.#EmiratesFACup pic.twitter.com/6aVSbIsEGq— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Þá tókst heimamönnum að jafna metin þegar boltinn fór af Aymeric Laporte og í netið. Nær allir á vellinum virtust halda að rangstaða yrði dæmd en svo var ekki og staðan 1-1 í hálfleik. Eftir rúmlega klukkustund fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Mohammed Salisu braut klaufalega af sér. Kevin De Bruyne skoraði naumlega úr spyrnunni og gestirnir aftur komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. Crucial save from @USMNT's @zacksteffen_ #EmiratesFACup pic.twitter.com/PuCTlQFJT5— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Á 72. mínútu leiksins fengu heimamenn dauðafæri en Zackary Steffen varði meistaralega í marki gestanna. Skömmu síðar gerðu gestirnir út um leikinn. Varamennirnir Phil Foden og Riyad Mahrez með mörkin. Fyrra markið einkar glæsilegt en Foden lúðraði knettinum í netið fyrir utan teig. : Top @PhilFoden scores a beauty!@ManCity #EmiratesFACup pic.twitter.com/qHeIDcHoZk— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Lokatölur því 4-1 og Man City komið í undanúrslit FA bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Fótbolti
Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit. Raheem Sterling kom gestunum frá Manchester yfir snemma leiks. Eftir það skiptust liðin á að sækja og áttu bæði skot í stöng. İlkay Gündoğan tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann frekar í stöngina en netið og gestirnir því aðeins með eins marks forystu undir lok fyrri hálfleiks. A cruel deflection off of @Laporte sees the ball end up in his own goal.#EmiratesFACup pic.twitter.com/6aVSbIsEGq— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Þá tókst heimamönnum að jafna metin þegar boltinn fór af Aymeric Laporte og í netið. Nær allir á vellinum virtust halda að rangstaða yrði dæmd en svo var ekki og staðan 1-1 í hálfleik. Eftir rúmlega klukkustund fengu gestirnir vítaspyrnu þegar Mohammed Salisu braut klaufalega af sér. Kevin De Bruyne skoraði naumlega úr spyrnunni og gestirnir aftur komnir með annan fótinn inn í undanúrslitin. Crucial save from @USMNT's @zacksteffen_ #EmiratesFACup pic.twitter.com/PuCTlQFJT5— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Á 72. mínútu leiksins fengu heimamenn dauðafæri en Zackary Steffen varði meistaralega í marki gestanna. Skömmu síðar gerðu gestirnir út um leikinn. Varamennirnir Phil Foden og Riyad Mahrez með mörkin. Fyrra markið einkar glæsilegt en Foden lúðraði knettinum í netið fyrir utan teig. : Top @PhilFoden scores a beauty!@ManCity #EmiratesFACup pic.twitter.com/qHeIDcHoZk— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2022 Lokatölur því 4-1 og Man City komið í undanúrslit FA bikarsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.