Stöð 2 Sport
Stjarnan og FH mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins á Stöð 2 Sport klukkan 13:50, en sigurvegarinn mætir Íslandsmeisturum Víkings í úrslitum laugardaginn 2. apríl.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 13:55 mætast Breiðablik og ÍBV í Lengjubikar kvenna áður en ítalski boltinn tekur við með tveimur leikjum. Ítalíumeistarar Inter taka á móti Fiorentina klukkan 16:50 og klukkan 19:35 eru það Cagliari og AC Milan sem eigast við.
Stöð 2 Sport 3
Derby County og Coventry eigast við í ensku 1. deildinni klukkan 12:20, en Derby þarf nauðsynlega á stigum að halda í erfiðri fallbaráttu.
Klukkan 17:00 er svo komið að leik Middlebrough og Chelsea í átta liða úrslitum elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum.
Minnesota Timberwolves og Milwaukee Bucks reka svo lestina klukkan 20:55 þegar liðin mætast í NBA-deildinni í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Konurnar eiga sviðið á Stöð 2 Sport 4 og við byrjum á Aramco Saudi Ladies International á LET-mótaröðinni í golfi klukkan 10:00. Klukkan 13:50 er það svo leikur Vals og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta áður en Þór/KA og Fylkir eigast við í Lengjubikar kvenna.
Stöð 2 Golf
Steyn City Championship á DP World Tour hefst klukkan 10:30 og klukkan 17:00 er það Valspar Championship á PGA-mótaröðinni sem tekur við.
Stöð 2 eSport
BLAST Premier heldur áfram og við hefjum leik á viðureign Dignitas og Hellslayers klukkan 11:00. Klukkan 12:30 mætast svo ECSTATIC og DUSTY og klukkan 14:00 eru það sigurliðin úr hóp B sem eigast við áður en tapliðin etja kappi klukkan 15:30. Ákvörðunarleikurinn úr hóp B fer svo fram klukkan 17:00.