Sigur í framlengingu batt enda á ellefu leikja taphrinu á útivelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. mars 2022 09:28 Los Angeles Lakers batt enda á ellefu leikja útivallataphrinu í nótt. Cole Burston/Getty Images Los Angeles Lakers er að snúa gengi sínu við í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann fimm stiga sigur gegn Toronto Raptors í nótt, 128-123, í framlengdum leik. Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu, en alls skiptust liðin 24 sinnum á að hafa forystuna. Gestirnir í Lakers höfðu nauma forystu þegar komið var að hálfleikshléinu, staðan 59-55. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, Toronto-liðið var ögn sterkara í þriðja leikhluta og leiddi með þremur stigum þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Raptors-liðið var með boltann þegar rúmar fimm sekúndur voru til leiksloka, en Russel Westbrook stal boltanum og setti niður þrist þegar tæp sekúnda var á klukkunni og sá til þess að framlenging væri í vændum. Í framlengingunni voru það liðsmenn Lakers sem reyndust sterkari og þeir unnu að lokum góðan fimm stiga sigur, 128-123. Fyrir leikinn í kvöld hafði Lakers tapað ellefu leikjum í röð á útivelli og því kærkominn sigur fyrir liðið. LeBron James var stigahæsti maður vallarins með 36 stig fyrir Lakers. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Raptors var það Scottie Barnes sem var atkvæðamestur með 31 stig, 17 fráköst og sex stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Russ came up HUGE in the clutch in the @Lakers win, hitting the game-tying 3 in regulation to force OT!Russell Westbrook: 22 PTS, 10 REB, 10 AST, 4 3PMLeBron James: 36 PTS, 9 REB, 7 AST, 2 BLKScottie Barnes: 31 PTS (career high), 17 REB, 6 AST pic.twitter.com/S1m3KLm3Xb— NBA (@NBA) March 19, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 101-111 Philadelphia 76ers Memphis Grizzlies 105-120 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 123-128 Brooklyn Nets Denver Nuggets 116-119 Cleveland Cavaliers Washington Wizards 97-100 New York Knicks Los Angeles Lakers 128-123 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 108-120 Miami Heat Indiana Pacers 121-118 Houston Rockets New Orelans Pelicans 124-91 San Antonio Spurs Los Angeles Clippers 92-121 Utah Jazz Chicago Bulls 102-129 Phoenix Suns Boston Celtics 126-97 Sacramento Kings NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Leikurinn var í járnum allt frá fyrstu mínútu, en alls skiptust liðin 24 sinnum á að hafa forystuna. Gestirnir í Lakers höfðu nauma forystu þegar komið var að hálfleikshléinu, staðan 59-55. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, Toronto-liðið var ögn sterkara í þriðja leikhluta og leiddi með þremur stigum þegar aðeins örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Raptors-liðið var með boltann þegar rúmar fimm sekúndur voru til leiksloka, en Russel Westbrook stal boltanum og setti niður þrist þegar tæp sekúnda var á klukkunni og sá til þess að framlenging væri í vændum. Í framlengingunni voru það liðsmenn Lakers sem reyndust sterkari og þeir unnu að lokum góðan fimm stiga sigur, 128-123. Fyrir leikinn í kvöld hafði Lakers tapað ellefu leikjum í röð á útivelli og því kærkominn sigur fyrir liðið. LeBron James var stigahæsti maður vallarins með 36 stig fyrir Lakers. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Raptors var það Scottie Barnes sem var atkvæðamestur með 31 stig, 17 fráköst og sex stoðsendingar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Russ came up HUGE in the clutch in the @Lakers win, hitting the game-tying 3 in regulation to force OT!Russell Westbrook: 22 PTS, 10 REB, 10 AST, 4 3PMLeBron James: 36 PTS, 9 REB, 7 AST, 2 BLKScottie Barnes: 31 PTS (career high), 17 REB, 6 AST pic.twitter.com/S1m3KLm3Xb— NBA (@NBA) March 19, 2022 Úrslit næturinnar Dallas Mavericks 101-111 Philadelphia 76ers Memphis Grizzlies 105-120 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 123-128 Brooklyn Nets Denver Nuggets 116-119 Cleveland Cavaliers Washington Wizards 97-100 New York Knicks Los Angeles Lakers 128-123 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 108-120 Miami Heat Indiana Pacers 121-118 Houston Rockets New Orelans Pelicans 124-91 San Antonio Spurs Los Angeles Clippers 92-121 Utah Jazz Chicago Bulls 102-129 Phoenix Suns Boston Celtics 126-97 Sacramento Kings
Dallas Mavericks 101-111 Philadelphia 76ers Memphis Grizzlies 105-120 Atlanta Hawks Portland Trailblazers 123-128 Brooklyn Nets Denver Nuggets 116-119 Cleveland Cavaliers Washington Wizards 97-100 New York Knicks Los Angeles Lakers 128-123 Toronto Raptors Oklahoma City Thunder 108-120 Miami Heat Indiana Pacers 121-118 Houston Rockets New Orelans Pelicans 124-91 San Antonio Spurs Los Angeles Clippers 92-121 Utah Jazz Chicago Bulls 102-129 Phoenix Suns Boston Celtics 126-97 Sacramento Kings
NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira