14 lotur í röð tryggðu Vallea sigurinn Snorri Rafn Hallsson skrifar 19. mars 2022 13:01 Eftir að Dusty tryggði sér sigurinn í deildinni á þriðjudaginn stendur baráttan um annað sætið milli Þórs og Vallea en einungis fjögur stig skildu liðin að eftir blússandi siglingu Vallea undanfarið. Fylkir var enn í næst neðsta sæti líkt og lungann úr tímabilinu og búið að missa fyrirliðann Jolla. Það var því töluverður munur á gengi liðanna hingað til en þau höfðu skipt innbyrðis viðureignunum á milli sín, og tapað illa í síðustu umferð, Vallea gegn Kórdrengjum, Fylkir gegn Dusty. Fylkir og Vallea ákváðu að mætast í Nuke þar sem Vallea vann hnífalotuna og byrjaði fyrri hálfleikinn í vörn (Counter-Terrorists). Í skammbyssulotunni réðst Fylkir hratt inn á sprengjusvæði A, komst í yfirtölu og plantaði sprengjunni með góðum árangri. Endurtóku þeir leikinn strax í næstu lotu og lifðu með fjóra leikmenn. Vallea reyndi þá endurtökuskipulag en Zerq felldi þá einfaldlega bara á útisvæðinu í staðinn. Leikur Fylkis var einfaldur en árangursríkur og sannfærandi. Loks í sjöttu lotu lokaði Vallea á hraða sókn Fylkis og náði sér í stig, en með frábærri opnun frá Andra 2K í þeirri næstu hélt Fylkir 5 stiga forskotinu sínu. Góð staðsetning og þolinmæði Narfa tryggði Vallea sitt annað stig í lotunni þar á eftir en aftur reyndist sigurinn dýrkeyptur og bæði lið orðin blönk. Þetta var þó upphafið að ágætum spretti hjá Vallea þar sem Narfi náði meðal annars tvisvar fjórfaldri fellu og bjargaði lotu fyrir horn sem var svo gott sem töpuð. Fylkir hafði misst svolítið af kraftinum sem þeir bjuggu yfir í upphafi leiks og Vallea vann 8 lotur í röð. Staða í hálfleik: Vallea 9 – 6 Fylkir Vallea hélt uppteknum hætti inn í síðari hálfleikinn og í skammbyssulotunni var Goa7er árásargjarn og felldi fjóra Fylkismenn einn síns liðs. Vallea vann einnig næstu fimm lotur og bætti Narfi þriðju fjórföldu fellunni í safnið. Var hann með lang flestar fellur allra í leiknum, rauf 30 múrinn í 22. lotu og gat Vallea haldið sig við klassískt leikskipulag sem virkaði vel. Voru þetta því samtals fjórtán lotur í röð sem Vallea vann og vantaði þá einungis eina í viðbót til að vinna leikinn Tilraunir Fylkis til þess að breyta leikhraðanum gengu ekki upp og áttu þeir enga möguleika á að halda aftur af sókn Vallea. Zerq sem hafði verið veigamikill í sigurhrinunni í upphafi leiks hitti lítið sem ekkert. Það var ekki fyrr en í 22. lotu þegar Fylkir náði í sitt fyrsta stig í síðari hálfleik og unnu þeir einnig loturnar fimm þar á eftir. Vallea hafði leikið hægt fram að þessu en GoldenBullet hjá Fylki steig upp á hárréttum tíma og kom í veg fyrir að Vallea gæti klárað leikinn. Leit úr fyrir að leikurinn gæti farið á báða bóga. Eftir hraða sókn á sprengjusvæðið og þrefalda fellu frá Stalz hafðist það þó lokst hjá Vallea að vinna leikinn. Lokastaða: Vallea 16 – 12 Fylkir Vallea leysti fyrri hálfleikinn vel og hélt byrnum inn í síðari hálfleikinn en þegar Fylkir stoppaði upp í götin í vörn sinni tók það Vallea þó nokkurn tíma að finna lausnir á því. Eftir sigurinn er Vallea enn í þriðja sæti deildarinnar, einungis tveimur stigum á eftir Þór. Í næstu viku tekur Vallea á móti XY, þriðjudaginn 22. mars en sama kvöld takast Fylkir og Ármann á. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Eftir að Dusty tryggði sér sigurinn í deildinni á þriðjudaginn stendur baráttan um annað sætið milli Þórs og Vallea en einungis fjögur stig skildu liðin að eftir blússandi siglingu Vallea undanfarið. Fylkir var enn í næst neðsta sæti líkt og lungann úr tímabilinu og búið að missa fyrirliðann Jolla. Það var því töluverður munur á gengi liðanna hingað til en þau höfðu skipt innbyrðis viðureignunum á milli sín, og tapað illa í síðustu umferð, Vallea gegn Kórdrengjum, Fylkir gegn Dusty. Fylkir og Vallea ákváðu að mætast í Nuke þar sem Vallea vann hnífalotuna og byrjaði fyrri hálfleikinn í vörn (Counter-Terrorists). Í skammbyssulotunni réðst Fylkir hratt inn á sprengjusvæði A, komst í yfirtölu og plantaði sprengjunni með góðum árangri. Endurtóku þeir leikinn strax í næstu lotu og lifðu með fjóra leikmenn. Vallea reyndi þá endurtökuskipulag en Zerq felldi þá einfaldlega bara á útisvæðinu í staðinn. Leikur Fylkis var einfaldur en árangursríkur og sannfærandi. Loks í sjöttu lotu lokaði Vallea á hraða sókn Fylkis og náði sér í stig, en með frábærri opnun frá Andra 2K í þeirri næstu hélt Fylkir 5 stiga forskotinu sínu. Góð staðsetning og þolinmæði Narfa tryggði Vallea sitt annað stig í lotunni þar á eftir en aftur reyndist sigurinn dýrkeyptur og bæði lið orðin blönk. Þetta var þó upphafið að ágætum spretti hjá Vallea þar sem Narfi náði meðal annars tvisvar fjórfaldri fellu og bjargaði lotu fyrir horn sem var svo gott sem töpuð. Fylkir hafði misst svolítið af kraftinum sem þeir bjuggu yfir í upphafi leiks og Vallea vann 8 lotur í röð. Staða í hálfleik: Vallea 9 – 6 Fylkir Vallea hélt uppteknum hætti inn í síðari hálfleikinn og í skammbyssulotunni var Goa7er árásargjarn og felldi fjóra Fylkismenn einn síns liðs. Vallea vann einnig næstu fimm lotur og bætti Narfi þriðju fjórföldu fellunni í safnið. Var hann með lang flestar fellur allra í leiknum, rauf 30 múrinn í 22. lotu og gat Vallea haldið sig við klassískt leikskipulag sem virkaði vel. Voru þetta því samtals fjórtán lotur í röð sem Vallea vann og vantaði þá einungis eina í viðbót til að vinna leikinn Tilraunir Fylkis til þess að breyta leikhraðanum gengu ekki upp og áttu þeir enga möguleika á að halda aftur af sókn Vallea. Zerq sem hafði verið veigamikill í sigurhrinunni í upphafi leiks hitti lítið sem ekkert. Það var ekki fyrr en í 22. lotu þegar Fylkir náði í sitt fyrsta stig í síðari hálfleik og unnu þeir einnig loturnar fimm þar á eftir. Vallea hafði leikið hægt fram að þessu en GoldenBullet hjá Fylki steig upp á hárréttum tíma og kom í veg fyrir að Vallea gæti klárað leikinn. Leit úr fyrir að leikurinn gæti farið á báða bóga. Eftir hraða sókn á sprengjusvæðið og þrefalda fellu frá Stalz hafðist það þó lokst hjá Vallea að vinna leikinn. Lokastaða: Vallea 16 – 12 Fylkir Vallea leysti fyrri hálfleikinn vel og hélt byrnum inn í síðari hálfleikinn en þegar Fylkir stoppaði upp í götin í vörn sinni tók það Vallea þó nokkurn tíma að finna lausnir á því. Eftir sigurinn er Vallea enn í þriðja sæti deildarinnar, einungis tveimur stigum á eftir Þór. Í næstu viku tekur Vallea á móti XY, þriðjudaginn 22. mars en sama kvöld takast Fylkir og Ármann á. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti