Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2022 08:31 Vélin á vegum China Eastern Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20. Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20.
Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira