„Flest lögin túlka ákveðið rótleysi“ Steinar Fjeldsted skrifar 21. mars 2022 15:30 Fyrir skömmu kom út lagið Finding Place, titillag stuttskífu sem tónlistarkonan MIMRA sendir frá sér þann 1. apríl næstkomandi. MIMRA fylgir plötunni úr hlaði með útgáfu- og upptöku tónleikum í Salnum í Kópavogi ásamt hljómsveit sama kvöld og platan kemur út. „Að finna sinn stað í tilverunni þegar lífið og maður sjálfur hefur tekið breytingum er svolítið gegnumgangandi þema á plötunni. Það og hvernig lagið Finding place varð svolítið uppáhalds í gegnum upptökuferlið ákvarðaði titil plötunnar. Ég vil vekja athygli á tónleikunum og plötunni með því að gefa út lagið núna, tveimur vikum fyrir útgáfu plötunnar í heild” segir Mimra. MIMRA er listamannsnafn söngkonunnar og lagahöfundarins Maríu Magnúsdóttur. MIMRA steig fram í sviðsljósið með fyrstu plötu sína, Sinking Island, árið 2017 og er Finding Place því önnur plata hennar. Stíll tónlistar MIMRU fellur undir alternative folk pop, hljóðheimurinn er oft á tíðum djúpur og stórbrotinn og daðrar við kvikmyndatónlist í stílbrögðum. Finding place er EP plata sem kemur út stafrænt, og í takmörkuðu upplagi á vínyl. Hún inniheldur sex lög sem flæða hvert inn í annað og rennur platan því í gegn án þess að stoppa og myndar þannig heildrænt listaverk. Upptökur á plötunni fóru fram í fyrra í Stúdíó Bambus þar sem María og Stefán Örn Gunnlaugsson sáu um upptökustjórn og sköpun hljóðheims ásamt einvala liði hljóðfæraleikara. Að plötunni komu María, Stefán Örn, Magnús Trygvason Elíassen sem sá um trommur og slagverk, Sylvía Hlynsdóttir sem gerði brass útsetningar og spilaði á trompet og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir sem spilar á básúnu. Um hljómjöfnun sá Skonrokk Studios. Ljósmyndir og myndefni er eftir Önnu Maggý. „Textar hvers lag eiga sér sína sögu, No man’s land, Finding place og Out of the dark fjalla um að fóta sig í lífinu þegar það breytist, að finna sér stað og máta sig upp á nýtt. Flest lögin túlka ákveðið rótleysi. Sister samdi ég eftir fyrstu bylgju metoo byltingarinnar, en frásagnir þolenda snertu mig djúpt. Lagið er ákall á að þolendum sé trúað og að fólk loki ekki augunum fyrir erfiðri reynslu annarra þegar hún kemur loksins upp á yfirborðið. Easy to choose er mér kært og sérstakt að því leiti að það var samið sem óvænt brúðargjöf til vinkonu” – Mimra. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi þann 1. apríl. Þeir hefjast kl 20.30 og húsið opnar klukkustund fyrr. Hljómsveitina skipa María Magnúsdóttir, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og hljóðgervla, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur og slagverk, Sam Pegg á bassa, Helga Ragnarsdóttir á píanó og gítar og Sylvía Hlynsdóttir og Elvar Bragi Kristjónsson á trompet. Tónleikarnir verða einnig upptöku tónleikar á hljóði og mynd og hlutu til þess styrk frá Lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar, Menningarsjóð FÍH og Tónlistarsjóð Rannís. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á TIX.IS Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið
„Að finna sinn stað í tilverunni þegar lífið og maður sjálfur hefur tekið breytingum er svolítið gegnumgangandi þema á plötunni. Það og hvernig lagið Finding place varð svolítið uppáhalds í gegnum upptökuferlið ákvarðaði titil plötunnar. Ég vil vekja athygli á tónleikunum og plötunni með því að gefa út lagið núna, tveimur vikum fyrir útgáfu plötunnar í heild” segir Mimra. MIMRA er listamannsnafn söngkonunnar og lagahöfundarins Maríu Magnúsdóttur. MIMRA steig fram í sviðsljósið með fyrstu plötu sína, Sinking Island, árið 2017 og er Finding Place því önnur plata hennar. Stíll tónlistar MIMRU fellur undir alternative folk pop, hljóðheimurinn er oft á tíðum djúpur og stórbrotinn og daðrar við kvikmyndatónlist í stílbrögðum. Finding place er EP plata sem kemur út stafrænt, og í takmörkuðu upplagi á vínyl. Hún inniheldur sex lög sem flæða hvert inn í annað og rennur platan því í gegn án þess að stoppa og myndar þannig heildrænt listaverk. Upptökur á plötunni fóru fram í fyrra í Stúdíó Bambus þar sem María og Stefán Örn Gunnlaugsson sáu um upptökustjórn og sköpun hljóðheims ásamt einvala liði hljóðfæraleikara. Að plötunni komu María, Stefán Örn, Magnús Trygvason Elíassen sem sá um trommur og slagverk, Sylvía Hlynsdóttir sem gerði brass útsetningar og spilaði á trompet og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir sem spilar á básúnu. Um hljómjöfnun sá Skonrokk Studios. Ljósmyndir og myndefni er eftir Önnu Maggý. „Textar hvers lag eiga sér sína sögu, No man’s land, Finding place og Out of the dark fjalla um að fóta sig í lífinu þegar það breytist, að finna sér stað og máta sig upp á nýtt. Flest lögin túlka ákveðið rótleysi. Sister samdi ég eftir fyrstu bylgju metoo byltingarinnar, en frásagnir þolenda snertu mig djúpt. Lagið er ákall á að þolendum sé trúað og að fólk loki ekki augunum fyrir erfiðri reynslu annarra þegar hún kemur loksins upp á yfirborðið. Easy to choose er mér kært og sérstakt að því leiti að það var samið sem óvænt brúðargjöf til vinkonu” – Mimra. Tónleikarnir fara fram í Salnum í Kópavogi þann 1. apríl. Þeir hefjast kl 20.30 og húsið opnar klukkustund fyrr. Hljómsveitina skipa María Magnúsdóttir, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð og hljóðgervla, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir á trommur og slagverk, Sam Pegg á bassa, Helga Ragnarsdóttir á píanó og gítar og Sylvía Hlynsdóttir og Elvar Bragi Kristjónsson á trompet. Tónleikarnir verða einnig upptöku tónleikar á hljóði og mynd og hlutu til þess styrk frá Lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar, Menningarsjóð FÍH og Tónlistarsjóð Rannís. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á TIX.IS Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið