Tvær konur látnar og átján ára nemandi handtekinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 22:44 Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu en upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast. EPA/Johan Nilsson Lögreglan í Malmö segir tvær konur hafa látist í árás við framhaldsskóla fyrr í dag. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús um klukkutíma eftir að lögregla fékk tilkynningu um málið en voru úrskurðaðar látnar í kjölfarið. Konurnar sem létust voru starfsmenn við skólann að sögn lögreglu. Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Enn sem komið er hefur ekki verið gefið út hvað átti sér stað við skólann þar sem lögregla sagðist aðeins verið að rannsaka stórfellt brot tengt einhvers konar átökum. Upprunalega var talið að fjöldi nemenda hafi slasast en svo reyndist ekki vera. Einn var handtekinn og hefur lögregla nú gefið það út að um átján ára gamlan nemanda við skólann hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til. Konurnar sem létust voru á sextugsaldri. Det är med stor sorg som vi kan konstatera att två personer har avlidit i samband med kvällens fruktansvärda händelse på Latinskolan i Malmö. Mina tankar går till anhöriga och vänner. Läs mer här https://t.co/4CjgaUJfRT— Petra Stenkula (@PStenkula) March 21, 2022 Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að maðurinn hafi gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist í kjölfarið á fólk. Skólanum verður lokað á morgun vegna málsins en rektor skólans sagði að um hörmulegt atvik væri að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu á sjötta tímanum en um 50 nemendur voru inni í skólanum þegar atvikið átti sér stað, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og verða nemendur yfirheyrðir í kvöld. Lögreglan í Malmö mun halda blaðamannafund vegna málsins í fyrramálið, klukkan hálf níu að íslenskum tíma. Nemendur sem SVT ræddi við sögðust ekki hafa fengið upplýsingar um hvað hafi gerst en að lögreglumenn hafi komið vopnaðir inn í skólann. Þá sagðist einn nemandi hafa séð tvo særða einstaklinga á sjúkrabörum skömmu síðar.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. 21. mars 2022 17:50