Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2022 10:30 Maðurinn er í dag í sálfræðimeðferð og segir að hún gangi vel. Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni. Heimilisofbeldi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við mann sem gengst við því að vera ofbeldismaður. Maðurinn er á fimmtugsaldri, faðir þriggja barna á unglingsaldri og viðskiptafræðingur að mennt. Eiginkonunni kynntist hann þegar hún var á öðru ári í háskólanum en hún er einnig viðskiptafræðingur. Maðurinn segist aðallega hafa beitt eiginkonu sína andlegu ofbeldi en einnig líkamlegu og þá einna helst hrint konunni eða gripið fast í hana. „Ég hef aldrei slegið hana en þetta er samt bara ekkert eðlilegt hjá mér,“ segir maðurinn. „Ég er á leiðinni út úr húsinu og hún stendur fyrir mér og ég hrindi henni á vegginn, og hún fær eymsli í kjölfarið. Ekkert við hana að sakast, bara hundrað prósent mér að kenna,“ segir maðurinn í þættinum en þar kom einnig fram að hann hafi tekið dreng þeirra eitt sinn hálstaki þegar hann var á fermingaraldri. Hann fór í sálfræðimeðferð á stöð sem kallast Heimilisfriður og er til húsa á Höfðabakka og er hann þar enn í meðferð. „Ég var aldrei meðvitað að beita andlegu ofbeldi í þeirri pælingu að láta einhverjum öðrum líða illa. Ég fékk ekkert kick út úr því að fólki liði illa í kringum mig. Taktíkin var svolítið að ýta henni frá mér og svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka. Hún segist þá elska mig og biðst afsökunar,“ segir maðurinn og heldur áfram. „Það versta sem ég gerði í nokkur skipti á þessu tímabili, kannski þrisvar eða fjórum sinnum á þessu tímabili, á þessum tuttugu árum. Þá hóta ég sjálfsmorði. Líð það illa og vil fá þessa ástarjátningu út af þessari höfnun að ég hóta að drepa mig. Ég svara ekki símtölum frá henni. Ég var aldrei að fara drepa mig, ég vildi bara að hún myndi finna hvar ég væri og segjast elska mig og ganga á eftir mér. Þú getur ímyndað þér hvernig henni leið út af þessu.“ Klippa: Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka Maðurinn lagði áherslu á það í frásögn sinni að hann vildi enga athygli eða klapp á bakið fyrir að stíga fram. Hann hefði sjálfur áttað sig á því að hann væri fíflið og viljað vinna í sínum málum. Hann sæi framtíðina fyrir sér með konunni sinni og væri meðvitaður um að hún myndi ekki sætta sig við meira kjaftæði. Kona mannsins veitti leyfi fyrir því að hann segði sögu sína í þætti gærkvöldsins sem var sá síðasti í þáttaröðinni.
Heimilisofbeldi Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira