Guterres óttast að stríðið grafi undan baráttu gegn loftslagsbreytingum Heimsljós 22. mars 2022 14:01 Veeterzy/Unsplash António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að hernaður Rússlands í Úkraínu valdi ekki aðeins verðhækkunum á matvælum og eldsneyti, heldur kunni að setja strik í reikninginn í loftslagsmálum. Hann segir að þróunarríki verði fyrir barðinu á hærri verðbólgu, vatxahækkunum og þyngri skuldabyrði. En afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir alla heimsbyggðina. „Helstu hagkerfi heims grípa nú í hvaða haldreipi sem er til að skipta út rússnesku jarðefnaeldsneyti. Slíkar skammtímaráðstafanir kunna að stuðla að því að notkun jarðefnaeldsneytis verði ávanabindandi til lengri tíma og loki því einnar og hálfrar gráðu glugganum,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á ráðstefnu vikurtisins Economist um sjálfbærni í dag. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, greinir frá. Guterres lýsti áhyggjum sínum af því að ríki heims verði svo gagntekin af þeirri nauðsyn að finna skammtímalausn á þessum vanda að þau vanræki eða leggi til hliðar stefnumið um að skera niður notkun jarðefnaeldsneytis. „Þetta er glórulaust. Fíknin í jarðefnaeldsneyti leiðir til gjöreyðingar. Og síðustu atburðir sýna okkur að svo lengi sem við erum háð notkun jarðefnaeldsneytsins, grafa átök og hamfarir undan hagkerfi heimsins og orkuöryggi.“ Guterres sagði að veröldin yrði að „laga gallaða orku-samsetningu heimsins.“ Hann benti á að tími væri af skornum skammti til að draga úr losun koltvísýrings um 45 prósent. Í stað þess að leggja til hliðar aðgerðir til að draga úr kolefni í alheimshagkerfinu, beri að gefa í og hraða þróuninni átt til endurnýjanlegrar orku. „Hvernig höldum við einnar komma fimm hugsjóninni á lífi?,“ spurði Guterres og svaraði sjálfur spurningunni með því að leggja áherslu á nauðsyn þess að hætta smám saman notkun kola og alls jarðefnaeldsneytis. Hann sagði að eina leiðin til orkuöryggis væru hröð, sanngjörn og sjálfbær orkuskipti. Guterres hvatti ríki heims til að endurskoða landsmarkmið um loftslagsmál í tengslum við Parísarsáttmálann árlega þangað til þau uppfyllti 1,5 gráðu markmiðið. Þá þyrfti að hraða kolefnisjöfnun mikilvægra geira á borð við sjóflutninga, stál- og sementsframleiðslu. Á sama tíma bæri að vernda þá sem höllustum fæti standa og tryggja að aðlögun að loftslagsbreytingum væri sinnt samhliða þessum aðgerðum. „Með þessu móti getum við flutt 1.5 gráðu markmiðið af gjörgæsludeildinni yfir í endurhæfingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent
„Helstu hagkerfi heims grípa nú í hvaða haldreipi sem er til að skipta út rússnesku jarðefnaeldsneyti. Slíkar skammtímaráðstafanir kunna að stuðla að því að notkun jarðefnaeldsneytis verði ávanabindandi til lengri tíma og loki því einnar og hálfrar gráðu glugganum,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á ráðstefnu vikurtisins Economist um sjálfbærni í dag. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna, UNRIC, greinir frá. Guterres lýsti áhyggjum sínum af því að ríki heims verði svo gagntekin af þeirri nauðsyn að finna skammtímalausn á þessum vanda að þau vanræki eða leggi til hliðar stefnumið um að skera niður notkun jarðefnaeldsneytis. „Þetta er glórulaust. Fíknin í jarðefnaeldsneyti leiðir til gjöreyðingar. Og síðustu atburðir sýna okkur að svo lengi sem við erum háð notkun jarðefnaeldsneytsins, grafa átök og hamfarir undan hagkerfi heimsins og orkuöryggi.“ Guterres sagði að veröldin yrði að „laga gallaða orku-samsetningu heimsins.“ Hann benti á að tími væri af skornum skammti til að draga úr losun koltvísýrings um 45 prósent. Í stað þess að leggja til hliðar aðgerðir til að draga úr kolefni í alheimshagkerfinu, beri að gefa í og hraða þróuninni átt til endurnýjanlegrar orku. „Hvernig höldum við einnar komma fimm hugsjóninni á lífi?,“ spurði Guterres og svaraði sjálfur spurningunni með því að leggja áherslu á nauðsyn þess að hætta smám saman notkun kola og alls jarðefnaeldsneytis. Hann sagði að eina leiðin til orkuöryggis væru hröð, sanngjörn og sjálfbær orkuskipti. Guterres hvatti ríki heims til að endurskoða landsmarkmið um loftslagsmál í tengslum við Parísarsáttmálann árlega þangað til þau uppfyllti 1,5 gráðu markmiðið. Þá þyrfti að hraða kolefnisjöfnun mikilvægra geira á borð við sjóflutninga, stál- og sementsframleiðslu. Á sama tíma bæri að vernda þá sem höllustum fæti standa og tryggja að aðlögun að loftslagsbreytingum væri sinnt samhliða þessum aðgerðum. „Með þessu móti getum við flutt 1.5 gráðu markmiðið af gjörgæsludeildinni yfir í endurhæfingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Innrás Rússa í Úkraínu Loftslagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent