Kæru kaffistofugestir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir skrifar 23. mars 2022 15:30 Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. Í þessum pistli vil ég kynna fyrir ykkur stórt mál sem varðar valfrelsi, lífið og dauðann. Mögulega dálítið þungt kaffistofuspjallsefni en afar mikilvægt eigi að síður! Pistillinn fjallar um mikilvæga ákvörðun sem liggur á borði stjórnvalda. Ákvörðun sem varðar okkar hinstu kveðjustund og fæstir vita af fyrr en þau standa í þeim sporum að þurfa að kveðja ástvin. Eldfimar grunnupplýsingar Á Íslandi er ein bálstofa, bálstofan í Fossvogi, sem rekin er af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). KGRP hafa rekið bálstofuna síðastliðin 74 ár, eða frá árinu 1948. Þá tók KGRP við rekstri bálstofunnar af Bálfararfélagi Íslands (nánar um það á balfarafelag.is) sem hafði gert bálstofuna í Fossvogi að veruleika. Búnaður þessarar bálstofu er skiljanlega barn síns tíma og á honum er enginn mengunarvarnabúnaður. Það er því kominn tími á uppfærslu – þó fyrr hefði mátt vera. KGRP er sjálfseignastofnun sem heyrir undir þjóðkirkju eins og aðrir kirkjugarðar landsins, en biskup Íslands er yfirmaður kirkjugarðanna. Á hverju ári fá kirkjugarðar landsins 1,3 milljarða kr. úr ríkissjóði til þess að sinna hlutverki sínu: að taka grafir og sinna viðhaldi á kirkjugörðum. Þjónusta við bálfarir endaði á borði kirkjugarðanna um miðja síðustu öld fyrir hreina tilviljun, en ekkert í lögum segir að bálstofa skuli rekin af ríkinu eða kirkjugörðum. Enda er bálför í eðli sínu sjálfsögð þjónusta en ekki trúarleg athöfn. KGRP hafa nú blásið lífi í gamlar áætlanir og vilja byggja nýja bálstofu, ásamt öðru húsnæði, alls 4.000 fermetra í Gufuneskirkjugarði. Til þess þurfa kirkjugarðarnir að fá auka framlag úr ríkissjóði í þær framkvæmdir sem gæti hlaupið á milljörðum króna. Skv. útreikningum kirkjugarðaráðs mun bara bálstofan kosta 1,2 milljarða króna. Það skýtur skökku við að val okkar við lífslok sé takmarkað við eitt trúfélag. Það er mikilvægt að fleira sé í boði, eitthvað þar sem við stöndum öll jöfn, enda erum við jú öll jöfn fyrir dauðanum. En er eitthvað annað í boði? Nýr valkostur Já, það eru fleiri valkostir í boði. Það er gleðilegt að segja frá því að umhverfisvænn og nútímalegur valkostur getur orðið að veruleika. Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun, frumkvöðlaverkefni, sem hefur sprungið út á undanförnum árum og er tilbúið til að taka næstu skref. Tré lífsins er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun sem vill opna nýja bálstofu með kveðjurými fyrir hinstu kveðjustundir, falleg salarkynni fyrir aðrar athafnir, kyrrðarrými með fallegu útsýni og Minningagarða þar sem m.a. verður hægt að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré. Tré lífsins hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í Rjúpnadal í Garðabæ. Þau sem nýta sér þjónustu Trés lífsins munu velja hver sér um athöfnina og hvernig þau vilja að hún fari fram. Þannig geta prestar, ásatrúargoðar, athafnastjórar Siðmenntar eða aðrir haldið utan um athöfnina sem fram fer í húsakynnum Trés lífsins. Einnig getur fólk haldið útför í sinni kirkju, hofi eða húsnæði síns félags, en bálförin fer síðan fram hjá Tré lífsins kjósi fólk bálför. Að bálför lokinni getur fólk valið um að jarðsetja duftkerið ofan á kistuleiði í kirkjugarði, í duftreit í kirkjugarði, dreift öskunni yfir hafi eða óbyggðum eða gróðursett hana ásamt tré í Minningagarði Trés lífsins. Valið er þitt og það er mikilvægt að virða. Skiptir það máli hver veitir bálfaraþjónustu? Já, það skiptir svo sannarlega máli hver býður upp á þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess hvað við erum orðið fallegt og fjölmenningarlegt samfélag einstaklinga með ólíka trú og lífsskoðun. Á Íslandi eru yfir 50 skráð trúar- og lífsskoðunarfélög auk fjölda sem standa utan þeirra. Fjölmennasta trúfélagið er þjóðkirkjan, en tæplega 140 þúsund landsmanna standa alfarið utan trúar- og lífsskoðunarfélaga eða eru skráð í annað trúar- eða lífsskoðunarfélag en hana. Þrátt fyrir að kirkjur séu falleg rými, mikil listasmíð og eigi stóran sess í hjörtum margra, þá er vöntun á fallegu, hátíðlegu og óháðu rými til þess að halda mikilvægar athafnir lífsins, svo sem hinstu kveðjustundir, hjónavígslur eða nafngjafir. Þó margar kirkjur landsins standi borgurum opnar, óháð trú þeirra, hentar alls ekki öllum að halda persónulegar athafnir innan þeirra veggja. Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir. Þá er það einnig markmið verkefnisins að skapa falleg svæði, minningagarða óháða trúfélögum, þar sem hægt er að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré – sé það vilji viðkomandi. Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum Það hyllir undir mikilvægar ákvarðanir í máli þessu en dómsmálaráðherra hefur fengið óháðan aðila til þess að meta þá valkosti sem uppi eru varðandi byggingu nýrrar bálstofu. Á borði ráðherra eru mikilvæg álitamál sem liggja til grundvallar slíkri ákvörðun, enda varðar hún okkur öll. Álitamálin eru meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Á að taka samfélagslegri nýsköpun, frumkvöðlastarfi og nýjum valkostum, sem taka tillit til allra, fagnandi? Þessum spurningum munu stjórnvöld svara á næstu vikum með ákvörðun sinni. Ákvörðun þeirra mun marka stefnu varðandi bálfararþjónustu til framtíðar og því um stórt mál að ræða. Ef bálfaraþjónusta verður áfram á forræði kirkjugarðanna verður ekkert af Trés lífsins. Frelsið er yndislegt og á að vera til staðar fram á okkar hinstu stund. Okkur sem stöndum að Tré lífsins þykir mikilvægt að þjónusta við bálfarir verði færð til óháðs aðila – þar sem öll eru velkomin, og þjónustan fær að þróast til að mæta fjölbreyttum þörfum opins samfélags. Hvað finnst kaffistofugestum? Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem ólst upp í kirkjunni en finnst við þurfum að taka meira tillit til allra í samfélaginu okkar, óháð trú þeirra eða lífsskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í okkar fallega og fjölbreytta samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum trúar- og lífsskoðunarfélögum er eitt sem skýtur skökku við. Á Íslandi er eingöngu mögulegt að fara í gegnum eitt trúfélag þegar við kveðjum þessa jarðvist og þannig hefur það verið undanfarin árhundruð. Í þessum pistli vil ég kynna fyrir ykkur stórt mál sem varðar valfrelsi, lífið og dauðann. Mögulega dálítið þungt kaffistofuspjallsefni en afar mikilvægt eigi að síður! Pistillinn fjallar um mikilvæga ákvörðun sem liggur á borði stjórnvalda. Ákvörðun sem varðar okkar hinstu kveðjustund og fæstir vita af fyrr en þau standa í þeim sporum að þurfa að kveðja ástvin. Eldfimar grunnupplýsingar Á Íslandi er ein bálstofa, bálstofan í Fossvogi, sem rekin er af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP). KGRP hafa rekið bálstofuna síðastliðin 74 ár, eða frá árinu 1948. Þá tók KGRP við rekstri bálstofunnar af Bálfararfélagi Íslands (nánar um það á balfarafelag.is) sem hafði gert bálstofuna í Fossvogi að veruleika. Búnaður þessarar bálstofu er skiljanlega barn síns tíma og á honum er enginn mengunarvarnabúnaður. Það er því kominn tími á uppfærslu – þó fyrr hefði mátt vera. KGRP er sjálfseignastofnun sem heyrir undir þjóðkirkju eins og aðrir kirkjugarðar landsins, en biskup Íslands er yfirmaður kirkjugarðanna. Á hverju ári fá kirkjugarðar landsins 1,3 milljarða kr. úr ríkissjóði til þess að sinna hlutverki sínu: að taka grafir og sinna viðhaldi á kirkjugörðum. Þjónusta við bálfarir endaði á borði kirkjugarðanna um miðja síðustu öld fyrir hreina tilviljun, en ekkert í lögum segir að bálstofa skuli rekin af ríkinu eða kirkjugörðum. Enda er bálför í eðli sínu sjálfsögð þjónusta en ekki trúarleg athöfn. KGRP hafa nú blásið lífi í gamlar áætlanir og vilja byggja nýja bálstofu, ásamt öðru húsnæði, alls 4.000 fermetra í Gufuneskirkjugarði. Til þess þurfa kirkjugarðarnir að fá auka framlag úr ríkissjóði í þær framkvæmdir sem gæti hlaupið á milljörðum króna. Skv. útreikningum kirkjugarðaráðs mun bara bálstofan kosta 1,2 milljarða króna. Það skýtur skökku við að val okkar við lífslok sé takmarkað við eitt trúfélag. Það er mikilvægt að fleira sé í boði, eitthvað þar sem við stöndum öll jöfn, enda erum við jú öll jöfn fyrir dauðanum. En er eitthvað annað í boði? Nýr valkostur Já, það eru fleiri valkostir í boði. Það er gleðilegt að segja frá því að umhverfisvænn og nútímalegur valkostur getur orðið að veruleika. Valkostur sem er óháður trúar- og lífsskoðunarfélögum en hjartanlega opinn öllum og kallast Tré lífsins. Um er að ræða samfélagslega nýsköpun, frumkvöðlaverkefni, sem hefur sprungið út á undanförnum árum og er tilbúið til að taka næstu skref. Tré lífsins er óhagnaðardrifin sjálfseignastofnun sem vill opna nýja bálstofu með kveðjurými fyrir hinstu kveðjustundir, falleg salarkynni fyrir aðrar athafnir, kyrrðarrými með fallegu útsýni og Minningagarða þar sem m.a. verður hægt að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré. Tré lífsins hefur fengið lóð fyrir starfsemi sína í Rjúpnadal í Garðabæ. Þau sem nýta sér þjónustu Trés lífsins munu velja hver sér um athöfnina og hvernig þau vilja að hún fari fram. Þannig geta prestar, ásatrúargoðar, athafnastjórar Siðmenntar eða aðrir haldið utan um athöfnina sem fram fer í húsakynnum Trés lífsins. Einnig getur fólk haldið útför í sinni kirkju, hofi eða húsnæði síns félags, en bálförin fer síðan fram hjá Tré lífsins kjósi fólk bálför. Að bálför lokinni getur fólk valið um að jarðsetja duftkerið ofan á kistuleiði í kirkjugarði, í duftreit í kirkjugarði, dreift öskunni yfir hafi eða óbyggðum eða gróðursett hana ásamt tré í Minningagarði Trés lífsins. Valið er þitt og það er mikilvægt að virða. Skiptir það máli hver veitir bálfaraþjónustu? Já, það skiptir svo sannarlega máli hver býður upp á þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess hvað við erum orðið fallegt og fjölmenningarlegt samfélag einstaklinga með ólíka trú og lífsskoðun. Á Íslandi eru yfir 50 skráð trúar- og lífsskoðunarfélög auk fjölda sem standa utan þeirra. Fjölmennasta trúfélagið er þjóðkirkjan, en tæplega 140 þúsund landsmanna standa alfarið utan trúar- og lífsskoðunarfélaga eða eru skráð í annað trúar- eða lífsskoðunarfélag en hana. Þrátt fyrir að kirkjur séu falleg rými, mikil listasmíð og eigi stóran sess í hjörtum margra, þá er vöntun á fallegu, hátíðlegu og óháðu rými til þess að halda mikilvægar athafnir lífsins, svo sem hinstu kveðjustundir, hjónavígslur eða nafngjafir. Þó margar kirkjur landsins standi borgurum opnar, óháð trú þeirra, hentar alls ekki öllum að halda persónulegar athafnir innan þeirra veggja. Tré lífsins vill taka við bálfaraþjónustu hér á landi auk þess að bjóða óháð rými fyrir athafnir. Þá er það einnig markmið verkefnisins að skapa falleg svæði, minningagarða óháða trúfélögum, þar sem hægt er að gróðursetja ösku ástvina ásamt tré – sé það vilji viðkomandi. Ákvörðunarvaldið er hjá stjórnvöldum Það hyllir undir mikilvægar ákvarðanir í máli þessu en dómsmálaráðherra hefur fengið óháðan aðila til þess að meta þá valkosti sem uppi eru varðandi byggingu nýrrar bálstofu. Á borði ráðherra eru mikilvæg álitamál sem liggja til grundvallar slíkri ákvörðun, enda varðar hún okkur öll. Álitamálin eru meðal annars: Á að halda í horfinu með óbreyttu fyrirkomulagi og fela stofnun á vegum þjóðkirkjunnar að halda áfram að sá um framkvæmd bálfara um ófyrirsjáanlega framtíð? Á að láta eitt trúfélag umfram önnur fá háar upphæðir úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu í Gufuneskirkjugarði? Á að bjóða fjölbreyttu samfélagi á 21. öld upp á einn valkost við lífslok? Á að taka samfélagslegri nýsköpun, frumkvöðlastarfi og nýjum valkostum, sem taka tillit til allra, fagnandi? Þessum spurningum munu stjórnvöld svara á næstu vikum með ákvörðun sinni. Ákvörðun þeirra mun marka stefnu varðandi bálfararþjónustu til framtíðar og því um stórt mál að ræða. Ef bálfaraþjónusta verður áfram á forræði kirkjugarðanna verður ekkert af Trés lífsins. Frelsið er yndislegt og á að vera til staðar fram á okkar hinstu stund. Okkur sem stöndum að Tré lífsins þykir mikilvægt að þjónusta við bálfarir verði færð til óháðs aðila – þar sem öll eru velkomin, og þjónustan fær að þróast til að mæta fjölbreyttum þörfum opins samfélags. Hvað finnst kaffistofugestum? Höfundur er mannvistfræðingur, stofnandi Trés lífsins og formaður Bálfarafélags Íslands, sem ólst upp í kirkjunni en finnst við þurfum að taka meira tillit til allra í samfélaginu okkar, óháð trú þeirra eða lífsskoðun.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar