Flestir launþegar fá launahækkun 1. maí Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2022 15:45 Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir árið 2019. Vísir/Vilhelm Hagvaxtarauki Lífskjarasamningsins kemur til framkvæmda þann 1. apríl og verður greiddur út 1. maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 krónur og almenn laun um 7.875 krónur. Samkvæmt Lífskjarasamningnum virkjast hagvaxtarauki ef landsframleiðsla á hvern íbúa hækkar umfram eitt prósent á milli ára að raunvirði. Hagstofa Íslands hefur birt bráðabirgðaniðurstöðu um 2,53% hagvöxt á mann á síðasta ári og virkjast hagvaxtaraukinn því í fjórða þrepi. Í kjarasamningnum er kveðið á um fimm þrep sem taka mið af því hversu mikill hagvöxtur mælist. Yfir þrjátíu stéttarfélög eru aðilar að Lífskjarasamningnum og eiga því fjölmargir von á því að fá útgreidda launahækkun um þar næstu mánaðamót. Í fyrsta skipti sem hagvaxtarauki tekur gildi Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur hist til að ræða greiðslu hagvaxtaraukans og ákvað að hann komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í Lífskjarasamningnum. Greint er frá þessu í tilkynningum frá ASÍ og SA. Lífskjarasamningur var undirritaður í apríl 2019 og er þetta í fyrsta skipti sem samið er um sérstakan viðauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. SA fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna að gert yrði samkomulag um að hagvaxtarauki komi ekki til framkvæmda, þar sem fyrirtæki væru ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur hafnað slíkum tillögum. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Enginn sá fyrir hagvaxtarauka á svona tímum Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að enginn hafi séð fyrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í hagkerfinu eða hagvaxtarskotið sem fylgdi á samningstíma Lífskjarasamningsins. Þó hefði verið skynsamlegra að hagvaxtartenging launa hefði miðast við raunverulega aukningu landsframleiðslu yfir allan samningstímann, en ekki milli ára. 18. nóvember 2021 17:23 Hagvaxtarauki kemur fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna, sem kveður á um launahækkun vegna hagvaxtar þessa árs og tekur gildi frá maí á næsta ári, skýtur skökku við að mati, viðmælenda Innherja í veitinga- og smásölugeiranum. 18. nóvember 2021 06:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Samkvæmt Lífskjarasamningnum virkjast hagvaxtarauki ef landsframleiðsla á hvern íbúa hækkar umfram eitt prósent á milli ára að raunvirði. Hagstofa Íslands hefur birt bráðabirgðaniðurstöðu um 2,53% hagvöxt á mann á síðasta ári og virkjast hagvaxtaraukinn því í fjórða þrepi. Í kjarasamningnum er kveðið á um fimm þrep sem taka mið af því hversu mikill hagvöxtur mælist. Yfir þrjátíu stéttarfélög eru aðilar að Lífskjarasamningnum og eiga því fjölmargir von á því að fá útgreidda launahækkun um þar næstu mánaðamót. Í fyrsta skipti sem hagvaxtarauki tekur gildi Forsendunefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur hist til að ræða greiðslu hagvaxtaraukans og ákvað að hann komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í Lífskjarasamningnum. Greint er frá þessu í tilkynningum frá ASÍ og SA. Lífskjarasamningur var undirritaður í apríl 2019 og er þetta í fyrsta skipti sem samið er um sérstakan viðauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. SA fóru þess á leit við verkalýðshreyfinguna að gert yrði samkomulag um að hagvaxtarauki komi ekki til framkvæmda, þar sem fyrirtæki væru ekki í stakk búin til að taka á sig frekari launahækkanir. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur hafnað slíkum tillögum.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42 Enginn sá fyrir hagvaxtarauka á svona tímum Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að enginn hafi séð fyrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í hagkerfinu eða hagvaxtarskotið sem fylgdi á samningstíma Lífskjarasamningsins. Þó hefði verið skynsamlegra að hagvaxtartenging launa hefði miðast við raunverulega aukningu landsframleiðslu yfir allan samningstímann, en ekki milli ára. 18. nóvember 2021 17:23 Hagvaxtarauki kemur fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna, sem kveður á um launahækkun vegna hagvaxtar þessa árs og tekur gildi frá maí á næsta ári, skýtur skökku við að mati, viðmælenda Innherja í veitinga- og smásölugeiranum. 18. nóvember 2021 06:43 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Komi ekki til greina að henda hagvaxtaraukum út um gluggann Forseti ASÍ segir ekki koma til greina að hagvaxtaraukar, sem samið var um í lífskjarasamningunum, verði felldir úr gildi. Seðlabankastjóri sagði fyrr í dag að hagvaxtaraukarnir væru óheppilegir fyrir verðbólguþróunina. 17. nóvember 2021 21:42
Enginn sá fyrir hagvaxtarauka á svona tímum Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að enginn hafi séð fyrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í hagkerfinu eða hagvaxtarskotið sem fylgdi á samningstíma Lífskjarasamningsins. Þó hefði verið skynsamlegra að hagvaxtartenging launa hefði miðast við raunverulega aukningu landsframleiðslu yfir allan samningstímann, en ekki milli ára. 18. nóvember 2021 17:23
Hagvaxtarauki kemur fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna, sem kveður á um launahækkun vegna hagvaxtar þessa árs og tekur gildi frá maí á næsta ári, skýtur skökku við að mati, viðmælenda Innherja í veitinga- og smásölugeiranum. 18. nóvember 2021 06:43