Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 06:43 Gisele Pelicot hefur öðlast sérstakan sess í hugum margra kvenna, fyrir að krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir opnum dyrum. Hún hefur verið viðstödd alla meðferð málsins og var fagnað með lófataki við komuna í gær. Getty/Arnold Jerocki Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira