Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 19:21 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATO AP/Brendan Smialowsk Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Sjá meira
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45