Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 08:55 Sunna Karen Sigurþórsdóttir, Birgir Olgeirsson, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna. Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. Greint var frá tilnefningunum í morgun en verðlaunin verða afhent þann 1. apríl. Alls eru tilnefningarnar þrjár í hverjum af fjórum flokkum verðlaunanna, en þeir eru: Besta umfjöllun ársins 2021, Viðtal ársins 2021, Rannsóknarblaðamennska ársins 2021 og Blaðamannaverðlaun ársins 2021. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ásins fyrir umfjöllun sína um barnaheimilið á Hjalteyri þar sem upplýst var um grimmilegt ofbeldi hjónanna sem ráku heimilið í garð barna á áttunda áratug síðustu aldar. „Stjórnvöld voru jafnframt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnuleysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dagvistun og síðar leikskóla í Garðabæ. Umfjöllunin leiddi til rannsóknar dómsmálaráðuneytisins,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til verðlaunanna um Umfjöllun ársins fyrir umfjöllun sína um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Þá eru þau Birgir Olgeirsson, Nadine Guðrún Yaghi, ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, tilnefnd fyrir Rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringaþættina Kompás um undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik. „Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauðagerði bar merki skipulagðrar glæpastarfsemi. Myndefni frá lögreglu og opinskátt viðtal við ekkju þess myrta gáfu innsýn í heim sem oftast er lokaður almenningi.“ Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Viðtal ársins Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Sigríði Gísladóttur sem lýsir barnæsku sinni hjá móður með geðsjúkdóm. Björk fangar í áhrifaríku, persónulegu og vel uppbyggðu viðtali hvernig dóttirin telur kerfið hafa brugðist henni. Þá lýsir hún því hvernig reynsla hennar leiddi til þess að hún lætur til sín taka í baráttu fyrir börn sem búa með foreldrum með geðrænan vanda. Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundinni. Fyrir viðtal við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Ingi Freyr veitir í viðtalinu einstaka og upplýsandi innsýn í hugarheim eins áhrifamesta embættismanns landsins. Viðmælandinn tjáir sig opinskátt um skoðanir sínar á samfélaginu, dómsmál á hendur bankanum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjármálakerfið þróist í þær áttir sem hann telur þurfa. Rannsóknarblaðamennska ársins Birgir Olgeirsson, Nadine Guðrún Yaghi ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Fyrir fréttaskýringaþættina Kompás um undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik. Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauðagerði bar merki skipulagðrar glæpastarfsemi. Myndefni frá lögreglu og opinskátt viðtal við ekkju þess myrta gáfu innsýn í heim sem oftast er lokaður almenningi. Aðalheiður Ámundadóttir. Fréttablaðinu. Fyrir fréttaskýringar um dómaframkvæmd Landsréttar í nauðgunarmálum. Tölfræðilegar upplýsingar sem fram koma í skýringunum staðfesta bága stöðu kynferðisbrota innan réttarkerfisins. Þær sýna að af þeim fáu kynferðisbrotamálum sem koma til kasta dómstóla er þriðjungi sakfellinga snúið við áfrýjun og meira en helmingur mildaður. Samantektin leiddi til aðgerða ríkissaksóknara, umræðna á Alþingi og gagnrýni í samfélaginu. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Umfjöllun ársins Freyr Rögnvaldsson og Margrét Marteinsdóttir, Stundinni. Fyrir umfjöllun um harðræði gagnvart börnum á vistheimilum í Eyjafirði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í viðtölum andlegu og líkamlegu ofbeldi, einkum af hálfu forstöðumanns heimilanna og voru frásagnir þeirra studdar gögnum og vitnisburðum. Umfjöllunin leiddi til þess að ríkisstjórnin fól eftirlitsstofnun félagsþjónustunnar að rannsaka aðstæður barnanna sem þar voru vistuð. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV. Fyrir fræðandi og skemmtilega umfjöllun um jarðhræringar og eldgos í Fagradalsfjalli. Þórdís nýtti myndefni frá gosstöðvunum vel til að skýra mál sérfræðinga í tengslum við eldsumbrotin. Fréttirnar gáfu áhorfendum lifandi mynd af því sem á gekk við Fagradalsfjall en voru um leið fræðandi og settu eldgosið í skýrt samhengi við önnur eldsumbrot og jarðsögu Íslands. Blaðamannaverðlaun ársins Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni. Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV. Fyrir gagnrýna og fræðandi umfjöllun um loftslagsmál. Í Loftslagsdæminu, átta útvarpsþáttum, fylgdi Arnhildur eftir fjórum fjölskyldum sem áttu að minnka kolefnisspor sitt. Birtar voru fréttaskýringar og viðtöl við sérfræðinga. Þá vann Arnhildur fyrir þingkosningarnar í haust afhjúpandi greinaröð um árangur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem leiddi í ljós að hann var um margt óljós og enn mikið verk óunnið. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um barnaheimilið á Hjalteyri þar sem upplýst var um grimmilegt ofbeldi hjónanna sem ráku heimilið í garð barna á áttunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld voru jafnframt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnuleysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dagvistun og síðar leikskóla í Garðabæ. Umfjöllunin leiddi til rannsóknar dómsmálaráðuneytisins. Fjölmiðlar Kompás Barnaheimilið á Hjalteyri Læknamistök á HSS Morð í Rauðagerði Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Greint var frá tilnefningunum í morgun en verðlaunin verða afhent þann 1. apríl. Alls eru tilnefningarnar þrjár í hverjum af fjórum flokkum verðlaunanna, en þeir eru: Besta umfjöllun ársins 2021, Viðtal ársins 2021, Rannsóknarblaðamennska ársins 2021 og Blaðamannaverðlaun ársins 2021. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ásins fyrir umfjöllun sína um barnaheimilið á Hjalteyri þar sem upplýst var um grimmilegt ofbeldi hjónanna sem ráku heimilið í garð barna á áttunda áratug síðustu aldar. „Stjórnvöld voru jafnframt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnuleysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dagvistun og síðar leikskóla í Garðabæ. Umfjöllunin leiddi til rannsóknar dómsmálaráðuneytisins,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er tilnefnd til verðlaunanna um Umfjöllun ársins fyrir umfjöllun sína um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Þá eru þau Birgir Olgeirsson, Nadine Guðrún Yaghi, ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, tilnefnd fyrir Rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringaþættina Kompás um undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik. „Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauðagerði bar merki skipulagðrar glæpastarfsemi. Myndefni frá lögreglu og opinskátt viðtal við ekkju þess myrta gáfu innsýn í heim sem oftast er lokaður almenningi.“ Tilnefningarnar eru eftirfarandi: Viðtal ársins Ásdís Ásgeirsdóttir, Morgunblaðinu. Fyrir viðtal við Óla Björn Pétursson. Hann greinir þar frá grófu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir á unglingsaldri. Frásögnin er sláandi en afar upplýsandi og sækir á lesandann sem fær raunsanna lýsingu á því hvernig unglingur er ginntur af barnaníðingi. Honum var haldið með hótunum og ofbeldi en tekst svo að losa sig og endurheimta líf sitt. Björk Eiðsdóttir, Fréttablaðinu. Fyrir viðtal við Sigríði Gísladóttur sem lýsir barnæsku sinni hjá móður með geðsjúkdóm. Björk fangar í áhrifaríku, persónulegu og vel uppbyggðu viðtali hvernig dóttirin telur kerfið hafa brugðist henni. Þá lýsir hún því hvernig reynsla hennar leiddi til þess að hún lætur til sín taka í baráttu fyrir börn sem búa með foreldrum með geðrænan vanda. Ingi Freyr Vilhjálmsson, Stundinni. Fyrir viðtal við Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Ingi Freyr veitir í viðtalinu einstaka og upplýsandi innsýn í hugarheim eins áhrifamesta embættismanns landsins. Viðmælandinn tjáir sig opinskátt um skoðanir sínar á samfélaginu, dómsmál á hendur bankanum og hvernig hann beiti sér í starfi til þess að fjármálakerfið þróist í þær áttir sem hann telur þurfa. Rannsóknarblaðamennska ársins Birgir Olgeirsson, Nadine Guðrún Yaghi ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, Stöð 2, Bylgjunni og Vísi. Fyrir fréttaskýringaþættina Kompás um undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik. Eins þætti þar sem fjallað var um hvernig morð í Rauðagerði bar merki skipulagðrar glæpastarfsemi. Myndefni frá lögreglu og opinskátt viðtal við ekkju þess myrta gáfu innsýn í heim sem oftast er lokaður almenningi. Aðalheiður Ámundadóttir. Fréttablaðinu. Fyrir fréttaskýringar um dómaframkvæmd Landsréttar í nauðgunarmálum. Tölfræðilegar upplýsingar sem fram koma í skýringunum staðfesta bága stöðu kynferðisbrota innan réttarkerfisins. Þær sýna að af þeim fáu kynferðisbrotamálum sem koma til kasta dómstóla er þriðjungi sakfellinga snúið við áfrýjun og meira en helmingur mildaður. Samantektin leiddi til aðgerða ríkissaksóknara, umræðna á Alþingi og gagnrýni í samfélaginu. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir fréttaskýringar þar sem ljóstrað var upp um óeðlilega hagsmunagæslu svokallaðrar Skæruliðadeildar Samherja. Þær sýndu hvernig fulltrúar þessa stórfyrirtækis reyndu til að mynda að hafa áhrif á formannskjör í stéttarfélagi blaðamanna og kjör á lista Sjálfstæðisflokksins í heimakjördæmi fyrirtækisins. Fréttaskýringarnar gáfu greinagóða mynd af óvönduðum meðölum fjársterks fyrirtækis í hagsmunabaráttu þess. Umfjöllun ársins Freyr Rögnvaldsson og Margrét Marteinsdóttir, Stundinni. Fyrir umfjöllun um harðræði gagnvart börnum á vistheimilum í Eyjafirði um tíu ára skeið til 2007. Sex konur lýstu í viðtölum andlegu og líkamlegu ofbeldi, einkum af hálfu forstöðumanns heimilanna og voru frásagnir þeirra studdar gögnum og vitnisburðum. Umfjöllunin leiddi til þess að ríkisstjórnin fól eftirlitsstofnun félagsþjónustunnar að rannsaka aðstæður barnanna sem þar voru vistuð. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um tilefnislausar lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sunna Karen hóf umfjöllun um málið, fylgdi því eftir og varpaði ljósi á umfang þess. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, sem og hjá landlækni og í heilbrigðisráðuneytinu. Í kjölfar umfjöllunarinnar var ákveðið að læknirinn skyldi ekki lengur starfa í beinum tengslum við sjúklinga. Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV. Fyrir fræðandi og skemmtilega umfjöllun um jarðhræringar og eldgos í Fagradalsfjalli. Þórdís nýtti myndefni frá gosstöðvunum vel til að skýra mál sérfræðinga í tengslum við eldsumbrotin. Fréttirnar gáfu áhorfendum lifandi mynd af því sem á gekk við Fagradalsfjall en voru um leið fræðandi og settu eldgosið í skýrt samhengi við önnur eldsumbrot og jarðsögu Íslands. Blaðamannaverðlaun ársins Aðalsteinn Kjartansson, Stundinni. Fyrir vandaða og afhjúpandi umfjöllun um fjölda mála, svo sem greiningu á eignum og eignatengslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja sem dráttur var á hjá ráðuneyti málaflokksins, rannsókn lögregluyfirvalda á Samherja, og um svokallaða skæruliðadeild Samherja, auk aflandsleka í svonefndum Pandóruskjölum. Skrif Aðalsteins hafa haft áhrif á samfélagið og almenna samfélagsumræðu. Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV. Fyrir gagnrýna og fræðandi umfjöllun um loftslagsmál. Í Loftslagsdæminu, átta útvarpsþáttum, fylgdi Arnhildur eftir fjórum fjölskyldum sem áttu að minnka kolefnisspor sitt. Birtar voru fréttaskýringar og viðtöl við sérfræðinga. Þá vann Arnhildur fyrir þingkosningarnar í haust afhjúpandi greinaröð um árangur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem leiddi í ljós að hann var um margt óljós og enn mikið verk óunnið. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir umfjöllun um barnaheimilið á Hjalteyri þar sem upplýst var um grimmilegt ofbeldi hjónanna sem ráku heimilið í garð barna á áttunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld voru jafnframt krafin svara enda leiddi aðgerða- og sinnuleysi þeirra til þess að hjónin gátu opnað dagvistun og síðar leikskóla í Garðabæ. Umfjöllunin leiddi til rannsóknar dómsmálaráðuneytisins.
Fjölmiðlar Kompás Barnaheimilið á Hjalteyri Læknamistök á HSS Morð í Rauðagerði Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira