Seðlabankinn skoðar að gefa út íslenska rafkrónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 13:01 Rannveig Sigurðardóttir er aðstoðarseðlabankastjóri peningastefnu. vísir/vilhelm Íslensk rafmynt gæti verið framtíðin í greiðslumiðlun á Íslandi. Seðlabankinn hefur skipað vinnuhóp til að skoða hvort tilefni sé til að bankinn gefi út slíka mynt til almennra nota. Hugmyndin er enn á frumstigi. Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig. Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hópnum hefur verið falið að meta kosti og galla slíkrar íslenskrar rafkrónu. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þróunina í heiminum vera í þessa átt: „Meirihluti Seðlabanka ríkja í heiminum er að skoða þetta og flestir eru bara á sama stað og við að velta upp spurningunni hvort að útgáfa Seðlabankarafeyris sé nauðsynleg og leysi einhver vandamál sem eru þá innan landanna,“ segir Rannveig. Fæstir nota seðla í dag Hún nefnir dæmi um kosti slíkrar myntar: „Það er náttúrulega bæði mikil nýsköpun og tæknibreytingar í gangi sem er svona önnur hliðin á þessu. Hin hliðin er náttúrulega minnkandi seðlanotkun,“ segir Rannveig. Í dag nota ekki nema um fimm til tíu prósent landsmanna reiðufé reglulega. Rannveig segir mikilvægt að rafkrónan myndi ekki veikja hina almennu viðskiptabanka.vísir/vilhelm Seðlabankanum er falið að standa vörð um virka og örugga greiðslumiðlun og slík rafmynt gæti einnig bætt greiðslumiðlun milli landa. Regluverk í kring um slíka mynt yrði þó væntanlega ansi mikið svo fólk færi ekki megnið af fé sínu úr almennum viðskiptabönkum og í Seðlabankann. Rannveig segir Seðlabankann alls ekki vilja veikja viðskiptabankana. Það myndi ekki gagnast neinum. Gæti orðið hröð þróun Enn er nokkuð í að slík mynt líti dagsins ljós - það er að segja ef bankinn metur það æskilegt yfir höfuð. „Þetta er eitthvað sem að gerist líklega ekki alveg á næstunni en ég hef nú yfirleitt haldið því svoldið til haga að hlutir geta líka gerst mjög hratt því það hafa verið tilraunir erlendis bæði með tæknina og prófanir og annað,“ segir Rannveig. Nú fer hópurinn vandlega yfir málið áður en samtal um íslenska rafkrónu fer fram við almenning. „Í kjölfarið myndum við þá taka upp samtalið við haghafa eins og aðila á fjármálamarkaði, við almenning og kjörna fulltrúa og stjórnvöld,“ segir Rannveig.
Rafmyntir Seðlabankinn Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira