Linda Cimini og Valentina Bergamaschi gerðu mörk Milan í sitthvorum hálfleiknum en liðið varð að spila síðustu mínúturnar einum leikmanni færri eftir að Laia Codina fékk sitt annað gula spjald á 89. mínútu.
Milan er í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Juventus sem leikur þessa stundina gegn Inter. Fiorentina er í 9. sæti með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Næsti leikur Milan er gegn Empoli næsta sunnudag.