„Þakklátur að fara héðan með sigur“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. mars 2022 21:47 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.” KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ekki sáttur við margt í leik liðsins í dag en mjög feginn stigunum enda liðið í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni. „Ég er bara þakklátur að fara héðan með sigur. Ég ætla ekki að taka neitt af Þórsurunum en frammistaðan okkar var ekki til fyrirmyndar.” Kom Þórsliðið Helga á óvart eða var KR liðið bara slakt í kvöld? „Við höfum alveg fylgst með þessu Þórsliði ágætlega og vitum alveg hvað þeir geta en við erum með 24 tapaða bolta, allt annað ef þú skoðar tölfræðiblaðið var bara okkur í hag; vorum að skjóta vel, vorum að frákasta vel en léleg vörn stóran hluta leiks og ótrúlegir tapaðir boltar.” Eins og Helgi kom inn á var KR með 24 tapaða bolta í dag sem er gríðarlega mikið. Var það bara óagaður sóknarleikur sem orkaði þessum fjölda? „Mér fannst stór hluti þeirra ekkert vera vörnin sem var að þrýsta okkur í einhverja tapaða bolta en það kom alveg inn á milli vissulega en stór hluti þeirra var bara kjánaleg ákvörðunartaka en við bara unnum og flott en við verðum að gera miklu betur í næsta leik. KR fékk nýlega til liðs við sig Finnskan leikmann, Carl Lindbom, sem var í hóp í dag en kom ekkert við sögu. Helgi segir hann vera lítillega meiddan. „Hann fékk högg á hendina og var frá í þessum leik en hann verður með í næsta.” Þegar þetta er skrifað er Valur að sigra Breiðablik og ef svo fer dugir KR að sigra Val í lokaleik sínum burtséð frá því hvernig leikur Blika fer til þess að komast í úrslitakeppni. Helgi segir að auðvitað sé best fyrir liðið að hafa örlögin í þeirra eigin höndum. „Það er heill hálfleikur eftir þannig ég ætla ekkert að vera fagna því eitthvað en jú auðvitað viljum við hafa þetta í okkar höndum og vonandi verður þetta þannig.” KR mætir Val í lokaumferðinni þar sem í ljós kemur hvort að liðið verði með í úrslitakeppninni. Leikir þessara liða hafa verið rosalegir og ber þar hæst eftirminnileg sería liðanna í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við þurfum að gefa allt í þetta en frammistaðan þarf að vera töluvert betri heldur en hérna í kvöld.” Isaiah Manderson spilaði sinn þriðja leik fyrir KR í kvöld og endaði með 19 stig og 10 fráköst. Helgi vonanst til þess að hann komist enn betur inn í leik KR-liðsins fyrir úrslitakeppnina ef liðið fer þangað. „Hann getur komið sér miklu betur inn í þetta og við að fara spila með hann líka en það er fullt af hlutum sem við þurfum að finna út úr, þetta er náttúrulega bara þriðji leikurinn hans og menn eru að venjast honum en það var ekkert við hann að sakast, hann spilaði bara ágætlega hérna í kvöld.”
KR Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan KR þarf á stigum að halda gegn föllnu liði Þórs á Akureyri í baráttunni um síðustu sætin í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta. 27. mars 2022 20:43