Ford sækir um einkaleyfi fyrir „Drift“-stillingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. mars 2022 07:01 Ford Focus RS. Kerfið á bak við stillinguna notar bremsurnar til að auka „drift-ið“ eða skransið. Eins stillir kerfið inngjöfina til að halda skransinu gangandi. Ford sótti um einkaleyfið bæði fyrir rafbíla og sprengihreyfilsbíla. Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent
Ford hefur áður notast við drift-stillingu, hún kom fyrst fram í Ford Focus RS. Skjölin sem fylgdu einkaleyfisumsókninni varpa frekara ljósi á smáatriðin. „Stjórnkerfi er notað til að bregðast við því að drift-stillingin er valin, aftengja drifhjólin og heimila hemlunum að læsa dekkjunum og taka stjórn á inngjöfinni og stilla upptakið þannig að ökumaður getur náð viðeigandi hraða til að halda skransinu gangandi,“ segir í umsókninni. Hér má sjá myndband af YouTube rásinni Carfection, þar sem Focus RS drift-ar. „Bifreið hefur vél með sveifarás, rafmótor með drifskafti, framenda aukahlut og með möguleikann á að rjúfa tenginguna í sveifarásnum og drifskaftinu, aflrásin mun senda aflið til viðeigandi hjóla,“ segir enn frekar í umsókninni. Eins og stendur eru drift-stillingar í boði frá öðrum framleiðendum, til að mynda eru Mercdedes-AMG E63 og Volswagen MK8 Golf R. Þessi kerfi senda aukið afl til afturdekkjanna og eigendurnir geta því framkallað skrans á hefðmundnari hátt og í meiri takt við hreina afturhjóladrifsbíla. Kerfið sem Ford hefur hannað og óskað eftir einkaleyfi á er öðruvísi, þökk sé núningsbremsum sem eru til staðar í Ford kerfinu til að setja upp skransið.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent