Mikilvægt að elta ástríðuna: „Glamúrinn er takmarkaður í byrjun“ Helgi Ómarsson skrifar 3. apríl 2022 09:01 Elísabet Metta er frumkvöðull og hefur vakið áhuga á samfélagsmiðlum Vísi/Helgi Ómars Þið hafið kannski séð hana á bak við búðarborð að gera ljúffengar acai skálar á óþægilega miklum hraða, að pressa hlassþungri stöng með lóðum yfir hausinn á sér niðri í Crossfit Reykjavík, jafnvel á Tiktok rúntinum, Instagram eða á YouTube að sýna okkur af hverju þetta hársprey er snilld. Hún heitir Elísabet Metta og er einn eigenda Maika'i. Hún ber allskonar hatta og er hvergi hætt. Lífs- og vinnuinnblástur kom frá Bali Elísabet Metta ferðaðist til Bali í sex vikur rétt eftir að hún kynntist manninum sínum Ágústi Frey sem á og rekur með henni Maika‘i. Hún segir að ferðalagið hafi gefið henni mikið af innblæstri um hvernig hana dreymir um að lifa og vissi að hún þyrfti að taka það með sér heim. „Á Bali er dásamlegur matur, þar kynntist ég Acai skálum og borðaði þær endalaust. Ég man að ég hugsaði með mér hvað væri geðveikt að hafa slíkan stað á Íslandi í þessum fast food stíl. Fljótlegt og hollt.“ Þegar komið var heim tók fljótt við hversdagsleikinn. Bæði Elísabet og maðurinn hennar Ágúst, kallaður Áki, voru í fullri vinnu. Þó ekki lengi þar sem litli strákurinn þeirra Viktor Svan kom í heiminn. Elísabet féll fyrir Bali á ferðalagi sínu „Allt í einu var hinn klassíski hversdagsleiki orðinn full mikill fyrir minn smekk. Ég hugsaði alltaf til baka til Bali, það er ótrúlegt hvernig áhrif þessi eyja hefur á mann. Á þessum tíma man ég að ég var alltaf að horfa í kringum mig og dáðist oft af konum sem voru í flottum stjórnarstöðum eða opnuðu eigin fyrirtæki og drifu reksturinn með geggjuðum árangri,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég hef aldrei verið týpa sem finn fyrir ógn eða öfund.“ „Ég dáist mikið af öðrum konum, í allskonar stöðum, ekki endilega bara í einhverjum forstjórastöðum eða frumkvöðla. En þarna, með lítið barn og komin með litla fjölskyldu, þá var það þetta hæga og rólega sem ég dróst mikið að.“Lærði af móður sinniElísabet segir einnig að það skipti hana miklu máli að vera fjárhagslega sjálfstæð. Hún hafi lært mikið af móður sinni sem er henni mikil fyrirmynd. „Alveg síðan í grunnskóla hef ég verið dugleg að vinna, lagt til hliðar og fjárfest í hlutabréfum. Það er líka mjög góð tilfinning að sjá árangur af sparnaði, það hefur gefið mér ýmis tækifæri, til dæmis á að fjárfesta í íbúð,“ segir Elísabet.Elísabet er einn stofnenda MaikaiFerlið ógeðslega erfittHugmyndin af Acai skálum yfirgaf Elísabetu ekki og ákvað hún og Áki að taka af skarið og taka litlu skrefin til að þróa hugmyndina. Hún segir einnig að það voru mörg kvöld í eldhúsinu sínu í þróunarvinnu og hún hafði skýr markmið að leiðarljósi. Aðspurð hvað hún lærði mest af þessu ferli hlær hún og segir að þetta hafi verið „ógeðslega“ erfitt.„Glamúrinn er takmarkaður í byrjun, ég hljóp úr vinnunni öll hádegi til að hjálpa til eftir að við opnuðum staðinn okkar á Hafnartorgi. Ég er þakklát hvað þetta óx hratt en ef ég hugsa til baka þá man ég eftir að ég spurði sjálfa mig oft hvað ég væri komin út í. Ég var kannski ekki almennilega búin að átta mig á því hversu mikil vinna liggur að baki þegar farið er í eigin rekstur. Ég fékk oft að heyra „þú getur þetta“ og ýmsa hvetjandi hluti. Mig skorti oft hellings sjálfstraust og trú á sjálfri mér. Ég þurfti sjálf að hafa í huga hver ég vildi vera, ef ég hugsa til baka þá er ég ótrúlega stolt af mér og auðvitað Áka líka. Ég finn fyrir því hvað mig langar að miðla áfram til ungra kvenna að þær geta án gríns allt sem þær vilja og viðskiptamarkaðurinn er þeirra alveg eins og fyrir karlmenn,“ segir Elísabet.Elísabet telur mikilvægt að hafa jafnvægi á lífi og starf.Níu til fimm vinna heillaði ekkiElísabet segir mikilvægt að halda áfram að gera nákvæmlega það sem maður hefur áhuga á samhliða vinnu. Hún segir lífið fljótt hafa snúist eingöngu um vinnuna og það vantaði eitthvað. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að byrja að Vlogga – eða „video-blogga.“ Hvort svo sem það væri á Youtube eða bara eitthvað fyrir sjálfa mig. Þegar ég fann áhugann þá fann ég að þetta gæti verið gott tækifæri til að koma bæði mér og fyrirtækinu mínu á framfæri.“Hræðslan við að setja út fyrsta myndbandið hafi verið mikil og það hafi tekið hana nokkra daga að þora að ýta á takkann til að henda því í loftið. „Ég fékk strax mikið af lofi og gekk vonum framar og var ekkert smá ánægð. Það gaf mér drifkraft til að gera enn þá meira efni fyrir bæði fyrirtækið og mig og hef fundið mig rosalega vel þar. Þarna fattaði ég að með því að sinna því sem mér þykir skemmtilegt þá einhvern veginn passaði allt saman.„Tilhugsunin fyrir mig að vinna frá níu til fimm var aldrei sérstaklega heillandi fyrir mig og finn sterkt að ef ég tek stjórn á eigin örlögum þá líður mér eins og ég sé að gera allt rétt. Ég hugsa oft hvort það séu aðrar ungar stelpur þarna úti sem líður eins og mér leið áður og ég finn að það er einhver eldur í mér sem vill koma skilaboðum áfram til þeirra að það er engin ein leið. Það er fullt af leiðum og þær eru allskonar.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Metta segir einnig að henni þykir það valdeflandi að vera kona og frumkvöðull.„Að fylgjast með öðrum öflugum konum og leyfa sér að eiga fyrirmyndir í þessum bransa er mikilvægt fyrir mig. Ég veit að við erum komin langt í réttindabaráttu og það er endilega ekki skellt á okkur dyrum fyrir að vera konur í rekstri. En ég finn einhvern neista í mér þegar ég les um aðrar konur sem tóku af skarið og tóku ákvarðanir fyrir sjálfar sig til að skapa lífið sem þær sáu fyrir sér. Það er eitthvað magnað við það,“ segir Elísabet. Í dag hefur hún metnað að miðla áfram til ungra stelpna á Íslandi hversu mikilvægt það er að hafa trú á sér og vaða í það sem þær vilja afreka, hvort svo sem það sé í frumkvöðlastarfi eða miða á stórar stöður.„Við getum allt sem við viljum, það þarf bara að taka af skarið. Það er aldrei neinn réttur tími sem við eigum að bíða eftir. Lífið er í alvöru stutt og við eigum að gera það sem við brennum og höfum ástríðu fyrir. Um leið og við fylgjum tilganginum okkar, þá mun allt verða eins og auðvelt púsl. Ég hef fengið að kynnast því og það er mögnuð tilfinning. Hvort svo það sé að fara í eigin rekstur, elta draumastarfið eða hlutverkið í lífinu sem okkur er ætlað. Það er alltaf erfitt að fara úr þægindarammanum okkar, mun alltaf vera erfitt fyrst en svo er eins og allt passi,“ segir Elísabet Metta.Ágúst Freyr og Elísabet Metta, betur þekkt sem Áki og MettaMikilvægt að vera með manneskju sér við hlið sem lyftir manni uppAðspurð hver framtíðarplönin eru segir hún að þau séu alveg óráðin en hún er hvergi hætt.„Ég hlakka til að byggja upp Maika‘i enn frekar. Við Áki erum með annað spennandi verkefni í bígerð sem mun líta dagsins ljós á næstunni, sem er einmitt annar draumur sem er að verða að veruleika.Ég er hrikalega spennt fyrir því að geta sagt frá því von bráðar. Einnig verð ég að segja líka að eiga Áka að hefur verið eins og bensín á eldinn minn, hann er einfaldlega bestur og það hafa verið ófáar peppræður frá honum ef ég er eitthvað óviss eða finnst allt yfirþyrmandi.Í öllu þessu er mikilvægt að vera með manneskju sér við hlið sem lyftir manni upp og hvetur mann áfram, maki eða ekki. En Áki er óstöðvandi og magnaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hann. Við erum rétt að byrja,“ segir Elísabet brosandi að lokum. Helgarviðtal Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Hún heitir Elísabet Metta og er einn eigenda Maika'i. Hún ber allskonar hatta og er hvergi hætt. Lífs- og vinnuinnblástur kom frá Bali Elísabet Metta ferðaðist til Bali í sex vikur rétt eftir að hún kynntist manninum sínum Ágústi Frey sem á og rekur með henni Maika‘i. Hún segir að ferðalagið hafi gefið henni mikið af innblæstri um hvernig hana dreymir um að lifa og vissi að hún þyrfti að taka það með sér heim. „Á Bali er dásamlegur matur, þar kynntist ég Acai skálum og borðaði þær endalaust. Ég man að ég hugsaði með mér hvað væri geðveikt að hafa slíkan stað á Íslandi í þessum fast food stíl. Fljótlegt og hollt.“ Þegar komið var heim tók fljótt við hversdagsleikinn. Bæði Elísabet og maðurinn hennar Ágúst, kallaður Áki, voru í fullri vinnu. Þó ekki lengi þar sem litli strákurinn þeirra Viktor Svan kom í heiminn. Elísabet féll fyrir Bali á ferðalagi sínu „Allt í einu var hinn klassíski hversdagsleiki orðinn full mikill fyrir minn smekk. Ég hugsaði alltaf til baka til Bali, það er ótrúlegt hvernig áhrif þessi eyja hefur á mann. Á þessum tíma man ég að ég var alltaf að horfa í kringum mig og dáðist oft af konum sem voru í flottum stjórnarstöðum eða opnuðu eigin fyrirtæki og drifu reksturinn með geggjuðum árangri,“ segir Elísabet og bætir við: „Ég hef aldrei verið týpa sem finn fyrir ógn eða öfund.“ „Ég dáist mikið af öðrum konum, í allskonar stöðum, ekki endilega bara í einhverjum forstjórastöðum eða frumkvöðla. En þarna, með lítið barn og komin með litla fjölskyldu, þá var það þetta hæga og rólega sem ég dróst mikið að.“Lærði af móður sinniElísabet segir einnig að það skipti hana miklu máli að vera fjárhagslega sjálfstæð. Hún hafi lært mikið af móður sinni sem er henni mikil fyrirmynd. „Alveg síðan í grunnskóla hef ég verið dugleg að vinna, lagt til hliðar og fjárfest í hlutabréfum. Það er líka mjög góð tilfinning að sjá árangur af sparnaði, það hefur gefið mér ýmis tækifæri, til dæmis á að fjárfesta í íbúð,“ segir Elísabet.Elísabet er einn stofnenda MaikaiFerlið ógeðslega erfittHugmyndin af Acai skálum yfirgaf Elísabetu ekki og ákvað hún og Áki að taka af skarið og taka litlu skrefin til að þróa hugmyndina. Hún segir einnig að það voru mörg kvöld í eldhúsinu sínu í þróunarvinnu og hún hafði skýr markmið að leiðarljósi. Aðspurð hvað hún lærði mest af þessu ferli hlær hún og segir að þetta hafi verið „ógeðslega“ erfitt.„Glamúrinn er takmarkaður í byrjun, ég hljóp úr vinnunni öll hádegi til að hjálpa til eftir að við opnuðum staðinn okkar á Hafnartorgi. Ég er þakklát hvað þetta óx hratt en ef ég hugsa til baka þá man ég eftir að ég spurði sjálfa mig oft hvað ég væri komin út í. Ég var kannski ekki almennilega búin að átta mig á því hversu mikil vinna liggur að baki þegar farið er í eigin rekstur. Ég fékk oft að heyra „þú getur þetta“ og ýmsa hvetjandi hluti. Mig skorti oft hellings sjálfstraust og trú á sjálfri mér. Ég þurfti sjálf að hafa í huga hver ég vildi vera, ef ég hugsa til baka þá er ég ótrúlega stolt af mér og auðvitað Áka líka. Ég finn fyrir því hvað mig langar að miðla áfram til ungra kvenna að þær geta án gríns allt sem þær vilja og viðskiptamarkaðurinn er þeirra alveg eins og fyrir karlmenn,“ segir Elísabet.Elísabet telur mikilvægt að hafa jafnvægi á lífi og starf.Níu til fimm vinna heillaði ekkiElísabet segir mikilvægt að halda áfram að gera nákvæmlega það sem maður hefur áhuga á samhliða vinnu. Hún segir lífið fljótt hafa snúist eingöngu um vinnuna og það vantaði eitthvað. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að byrja að Vlogga – eða „video-blogga.“ Hvort svo sem það væri á Youtube eða bara eitthvað fyrir sjálfa mig. Þegar ég fann áhugann þá fann ég að þetta gæti verið gott tækifæri til að koma bæði mér og fyrirtækinu mínu á framfæri.“Hræðslan við að setja út fyrsta myndbandið hafi verið mikil og það hafi tekið hana nokkra daga að þora að ýta á takkann til að henda því í loftið. „Ég fékk strax mikið af lofi og gekk vonum framar og var ekkert smá ánægð. Það gaf mér drifkraft til að gera enn þá meira efni fyrir bæði fyrirtækið og mig og hef fundið mig rosalega vel þar. Þarna fattaði ég að með því að sinna því sem mér þykir skemmtilegt þá einhvern veginn passaði allt saman.„Tilhugsunin fyrir mig að vinna frá níu til fimm var aldrei sérstaklega heillandi fyrir mig og finn sterkt að ef ég tek stjórn á eigin örlögum þá líður mér eins og ég sé að gera allt rétt. Ég hugsa oft hvort það séu aðrar ungar stelpur þarna úti sem líður eins og mér leið áður og ég finn að það er einhver eldur í mér sem vill koma skilaboðum áfram til þeirra að það er engin ein leið. Það er fullt af leiðum og þær eru allskonar.“ View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Metta segir einnig að henni þykir það valdeflandi að vera kona og frumkvöðull.„Að fylgjast með öðrum öflugum konum og leyfa sér að eiga fyrirmyndir í þessum bransa er mikilvægt fyrir mig. Ég veit að við erum komin langt í réttindabaráttu og það er endilega ekki skellt á okkur dyrum fyrir að vera konur í rekstri. En ég finn einhvern neista í mér þegar ég les um aðrar konur sem tóku af skarið og tóku ákvarðanir fyrir sjálfar sig til að skapa lífið sem þær sáu fyrir sér. Það er eitthvað magnað við það,“ segir Elísabet. Í dag hefur hún metnað að miðla áfram til ungra stelpna á Íslandi hversu mikilvægt það er að hafa trú á sér og vaða í það sem þær vilja afreka, hvort svo sem það sé í frumkvöðlastarfi eða miða á stórar stöður.„Við getum allt sem við viljum, það þarf bara að taka af skarið. Það er aldrei neinn réttur tími sem við eigum að bíða eftir. Lífið er í alvöru stutt og við eigum að gera það sem við brennum og höfum ástríðu fyrir. Um leið og við fylgjum tilganginum okkar, þá mun allt verða eins og auðvelt púsl. Ég hef fengið að kynnast því og það er mögnuð tilfinning. Hvort svo það sé að fara í eigin rekstur, elta draumastarfið eða hlutverkið í lífinu sem okkur er ætlað. Það er alltaf erfitt að fara úr þægindarammanum okkar, mun alltaf vera erfitt fyrst en svo er eins og allt passi,“ segir Elísabet Metta.Ágúst Freyr og Elísabet Metta, betur þekkt sem Áki og MettaMikilvægt að vera með manneskju sér við hlið sem lyftir manni uppAðspurð hver framtíðarplönin eru segir hún að þau séu alveg óráðin en hún er hvergi hætt.„Ég hlakka til að byggja upp Maika‘i enn frekar. Við Áki erum með annað spennandi verkefni í bígerð sem mun líta dagsins ljós á næstunni, sem er einmitt annar draumur sem er að verða að veruleika.Ég er hrikalega spennt fyrir því að geta sagt frá því von bráðar. Einnig verð ég að segja líka að eiga Áka að hefur verið eins og bensín á eldinn minn, hann er einfaldlega bestur og það hafa verið ófáar peppræður frá honum ef ég er eitthvað óviss eða finnst allt yfirþyrmandi.Í öllu þessu er mikilvægt að vera með manneskju sér við hlið sem lyftir manni upp og hvetur mann áfram, maki eða ekki. En Áki er óstöðvandi og magnaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Ég er ótrúlega þakklát fyrir hann. Við erum rétt að byrja,“ segir Elísabet brosandi að lokum.
Helgarviðtal Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira