Nánast öll afganska þjóðin býr við sult Heimsljós 28. mars 2022 11:17 Afgönsk kona málar verk af friðardúfu og konu. UN Women UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. Afganska þjóðin stendur frammi fyrir hungri af áður óséðri stærðargráðu, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. UN Women vekur athygli á því að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið bregðist við neyðinni. Frysting neyðaraðstoðar vegna valdatöku talíbana, þurrkar, uppskerubrestir og ein mesta kuldatíð sem sést hefur í Afganistan í fjörutíu ár hafa lagst á eitt við að skapa það neyðarástand sem nú ríkir í landinu. UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. UN Women í Afganistan hefur einnig komið á fót tveimur griðarstöðum þar sem konur hljóta menntun, starfsþjálfun, sálræna aðstoð og daggæslu fyrir börn sín. Einstaklingum sem búa við sult hefur fjölgað um níu milljónir á rúmu hálfu ári, frá 14 milljónum í júlí 2021 til 23 milljónir í mars á þessu ári. Fjölskyldur hafa gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að metta börn sín, meðal annars að takmarka máltíðir við eina á dag, stofna til gríðarlegra skulda og selja líffæri sín eða dætur. 95% afgönsku þjóðarinnar fær ekki nægan mat 100% heimila þar sem konan er eina fyrirvinnan búa við hungur Sjúkrahús um allt land eru yfirfull af vannærðum börnum, sum svo veikburða að þau geta sig ekki hreyft 80% þjóðarinnar býr við sárafátækt og tekjuleysi Stúlkur fá ekki skólamáltíðir Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hugðust dreifa skólamáltíðum til afganskra barna til að vinna gegn ástandinu. Í byrjun vikunnar bárust aftur á móti fregnir af því að stúlkum hafi verið meinaður aðgangur að skólum, sama dag og skólastarf stúlkna átti að hefjast að nýju eftir valdatöku talíbana. Það þýðir að stúlkur fá ekki aðgang að skólamáltíðum heldur búa áfram við sult og langvarandi næringarskort. „Afganskar konur vilja aðgengi að menntun og störfum. Þær vilja ekki ölmusur. Þær vilja ekki láta koma fram við sig eins og annars flokks þegna, heldur vilja taka fullan þátt í afgönsku samfélagi. Það er gríðarlega mikilvægt að grunnmannréttindi kvenna séu virt. Þegar Kabúl féll, missti ég um hríð alla von. Þegar ég sá svo afganskar konur úti á götum að mótmæla, endurheimti ég vonina. Það verður ekki auðvelt að þagga niður í þessari kynslóð,“ sagði Mariam Safi, afgönsk fræðikona. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að afganskar stúlkur fái að mennta sig og sagði það óréttlátt og engum til hags að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín. „Það að neita afgönskum stúlkum réttinn að menntun er gróft brot á mannréttindum þeirra og gerir þær enn berskjaldaðri fyrir ofbeldi, sárafátækt og misnotkun.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Afganska þjóðin stendur frammi fyrir hungri af áður óséðri stærðargráðu, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. UN Women vekur athygli á því að mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið bregðist við neyðinni. Frysting neyðaraðstoðar vegna valdatöku talíbana, þurrkar, uppskerubrestir og ein mesta kuldatíð sem sést hefur í Afganistan í fjörutíu ár hafa lagst á eitt við að skapa það neyðarástand sem nú ríkir í landinu. UN Women heldur áfram að starfa í Afganistan, þrátt fyrir valdatöku talíbana. Mikilvægur þáttur alls starfs UN Women í Afganistan er að styðja við starf kvenrekinna grasrótarsamtaka, veita kvenmiðaða neyðaraðstoð þar sem það er hægt og tryggja að raddir afganskra kvenna hljóti hljómgrunn. UN Women í Afganistan hefur einnig komið á fót tveimur griðarstöðum þar sem konur hljóta menntun, starfsþjálfun, sálræna aðstoð og daggæslu fyrir börn sín. Einstaklingum sem búa við sult hefur fjölgað um níu milljónir á rúmu hálfu ári, frá 14 milljónum í júlí 2021 til 23 milljónir í mars á þessu ári. Fjölskyldur hafa gripið til örþrifaráða í þeim tilgangi að metta börn sín, meðal annars að takmarka máltíðir við eina á dag, stofna til gríðarlegra skulda og selja líffæri sín eða dætur. 95% afgönsku þjóðarinnar fær ekki nægan mat 100% heimila þar sem konan er eina fyrirvinnan búa við hungur Sjúkrahús um allt land eru yfirfull af vannærðum börnum, sum svo veikburða að þau geta sig ekki hreyft 80% þjóðarinnar býr við sárafátækt og tekjuleysi Stúlkur fá ekki skólamáltíðir Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hugðust dreifa skólamáltíðum til afganskra barna til að vinna gegn ástandinu. Í byrjun vikunnar bárust aftur á móti fregnir af því að stúlkum hafi verið meinaður aðgangur að skólum, sama dag og skólastarf stúlkna átti að hefjast að nýju eftir valdatöku talíbana. Það þýðir að stúlkur fá ekki aðgang að skólamáltíðum heldur búa áfram við sult og langvarandi næringarskort. „Afganskar konur vilja aðgengi að menntun og störfum. Þær vilja ekki ölmusur. Þær vilja ekki láta koma fram við sig eins og annars flokks þegna, heldur vilja taka fullan þátt í afgönsku samfélagi. Það er gríðarlega mikilvægt að grunnmannréttindi kvenna séu virt. Þegar Kabúl féll, missti ég um hríð alla von. Þegar ég sá svo afganskar konur úti á götum að mótmæla, endurheimti ég vonina. Það verður ekki auðvelt að þagga niður í þessari kynslóð,“ sagði Mariam Safi, afgönsk fræðikona. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að afganskar stúlkur fái að mennta sig og sagði það óréttlátt og engum til hags að neita hálfri þjóðinni um réttindi sín. „Það að neita afgönskum stúlkum réttinn að menntun er gróft brot á mannréttindum þeirra og gerir þær enn berskjaldaðri fyrir ofbeldi, sárafátækt og misnotkun.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Afganistan Jafnréttismál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent