Alexis verstu kaup Man United síðan Sir Alex hætti: Maguire meðal fimm verstu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. mars 2022 23:31 Alexis Sánchez átti ekki sjö dagana sæla sem leikmaður Manchester United. Hann fékk þó vel borgað. EPA-EFE/PETER POWELL Síðan Sir Alex Ferguson ákvað að kalla þetta gott sem þjálfari Manchester United hefur félagið nánast verið í frjálsu falli. Alls hefur félagið fengið til sín 41 leikmann frá því Skotinn goðsagnakenndi hætti og segja má að flestir þeirra hafi sýnt lítið sem ekkert. Sir Alex ákvað að hætta sem þjálfari Man United vorið 2013. Skildi hann við liðið sem Englandsmeistara en síðan hefur liðið ekki verið nálægt því að endurtaka leikinn. Hér að neðan má sjá lista Daily Star yfir alla þann 41 leikmann sem félagið hefur fest kaup síðan Sir Alex hætti. 41. sæti. Alexis Sánchez Kom vissulega í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan (sem fór til Arsenal) en gríðarhá laun Sánchez, almennt getuleysi hans innan vallar og hversu illa það gekk að losa hann frá félaginu gerir hann að versu kaupum Man Utd í níu ár. 40. Ángel Di María Kostaði Manchester United 59,7 milljónir punda er hann gekk til liðs við félagið frá Real Madríd. Hann var seldur á afslætti til París Saint-Germain ári síðar og hefur í kjölfarið nýtt öll tækifæri til að urða yfir félagið.EPA/PETER POWELL 39. Harry Maguire Enski miðvörðurinn fær bronsið yfir verstu kaup félagsins undanfarin níu ár. Kostaði 78,3 milljónir punda og þrátt fyrir að byrja vel þá hefur honum fatast flugið að undanförnu. Er gagnrýndur nánast í hverri viku nú og virðist sem ferill hans hjá félaginu gæti verið í hættu með komu nýs þjálfara.EPA-EFE/ANDREW YATES 38. Aaron Wan-Bissaka Kostaði á einhvern ótrúlegan hátt 49,5 milljónir punda. Hefði átt að kosta 4,95 milljónir. 37. Falcao Kom á láni frá Monaco eftir erfið meiðsli. 36. Morgan Schneiderlin Kostaði 25 milljónir. Átt að leysa vandræði liðsins á miðjunni. 35. Paul Pogba Var í smástund dýrasti leikmaður heims. Hefur sýnt hvers hann er megnugur við og við en aldrei til lengri tíma. Verður samningslaus í sumar.EPA-EFE/Aleksandra Szmigiel 34. Donny Van de Beek Kom frá Ajax. Kostaði 35 milljónir punda. Virðist enginn vita hvað hann er að gera hjá félaginu. Er á láni hjá Everton. 33. Memphis Depay Kostaði rúmlega 26 milljónir punda. Átti að vera rosa sprækur fram á við en gat lítið. Er í dag hjá Barcelona. 32. Marouane Fellaini Var keyptur af David Moyes frá sínu gamla liði Everton á 27,5 milljónir punda. Þjónaði liðinu vel en var aldrei tekinn í sátt. 31. Romelu Lukaku Keyptur frá Everton á 75 milljónir punda. Fann sig í raun aldrei á Old Trafford. 30. Bastian Schweinsteiger Gamall og lúinn er hann kom frá Bayern. Kostaði 6,8 milljónir punda. 29. Marcos Rojo Að Argentínumaðurinn hafi aldrei fengið rautt í treyju Man United er ótrúlegt. Kostaði 16 milljónir punda og kann ekki að rista brauð.EPA/TIM KEETON 28. Andy Kellett Hver? 27. Víctor Valdés Kom til þess að sitja á bekknum fyrir David De Gea. 26. og 25. Lee Grant og Tom Heaton Lee Grant og Tom Heaton. Komu báðir til að verða þriðji markvörður liðsins. Sá fyrrnefndi er í dag fjórði kostur eftir komu Heaton.Ash Donelon/Getty Images 24. Matteo Darmian Helst minnst fyrir skelfilega skeggrót. Varð Ítalíumeistari með Inter Milan á síðustu leiktíð. 23. Guillermo Varela Fyrstu kaup félagsins eftir að Sir Alex hætti. Var ungur og efnilegur en náði aldrei að láta ljós sitt skína. 22. Daniel James Orkumikill en entist stutt á Old Trafford. Er nú kominn til Leeds United.Chris Brunskill/Getty Images 21. Facundo Pellestri Var keyptur að því virðist bara til að kaupa einhvern. Er á láni á Spáni í dag. 20. Alex Telles Sparkaði í rassinn á Luke Shaw. Kostaði litlar 13,5 milljónir punda. 19. Nemanja Matić Hefur átt sína spretti þó hann fari hægt yfir í dag. 18. Amad Diallo Sama og með Pellestrin nema Diallo kostaði 19 milljónir punda. 17. Daley Blind Fjölhæfur leikmaður sem skilaði sínu. Kostaði aðeins 14 milljónir punda er hann kom.EPA-EFE/NIGEL RODDIS 16. Victor Lindelöf Líkt og aðrir miðverðir á þessum lista hefur hann átt erfitt uppdráttar. 15. Henrikh Mkhitaryan Gekk lítið upp hjá Mkhitaryan sem var á endanum skipt til Arsenal þrátt fyrir að kosta 26 milljónir er hann kom frá Borussia Dortmund. 14. Eric Bailly Alltaf meiddur. 13. Juan Mata Hefur skorað nokkur mögnuð mörk fyrir félagið og væri mögulega ofar hefði hann verið seldur áður en hann hætti alveg að geta hlaupið. 12. Diogo Dalot Hefði verið töluvert neðar ef ekki væri fyrir Ralf Rangnick. 11. Fred Brasilíumennirnir Fred og Alex Telles. Segja má að sá fyrrnefndi hafi farið í gegnum endurnýjun lífdaga með komu Ralf Rangnick.Alex Livesey/Getty Images 10. Edinson Cavani Óhemju ofarlega fyrir mann sem er alltaf meiddur. 9. Anthonty Martial Svipað og hjá Pogba. Franskur, kostaði sitt og hefur átt sín augnablik. 8. Sergio Romero Ætti í raun að vera í 1. sæti. Mögulega besti varamarkvörður allra tíma. 7. Raphaël Varane Tíminn mun leiða í ljós hversu góð kaup franski miðvörðurinn verður. Kostaði 36,5 milljónir en hefur verið mikið frá. 6. Ander Herrera Með betri kaupum félagsins. Leikur með París Saint-Germain.vísir/getty 5. Cristiano Ronaldo Gæti verið ofar en gæti einnig verið neðar, fer í raun eftir við hverju fólk bjóst þegar Portúgalinn sneri aftur á Old Trafford. 4. Zlatan Ibrahimović Meiðsli komu í veg fyrir að Zlatan hefði eignað sér fyrsta sætið á þessum lista. Það og slök færanýting en Svíinn fékk urmul færa á fyrsta tímabili sínu í Manchester. 3. Luke Shaw Nálægt því að vera seldur oftar en einu sinni. Fann sig vel undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en hefur átt erfitt uppdráttar eftir vonbrigðin á Evrópumótinu síðasta sumar.Ash Donelon/Getty 2. Jadon Sancho Einn besti leikmaður liðsins í dag eftir slaka byrjun. Er ef til vill full ofarlega fyrir leikmann sem kostaði 76,5 milljónir punda og er enn á sínu fyrsta tímabili.EPA-EFE/Domenech Castello 1. Bruno Fernandes Fáir aðrir sem komu til greina. Umturnaði liðinu eftir að hann kom og er nú að fóta sig í nýju leikkerfi með nýjum þjálfara.Robbie Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira
Sir Alex ákvað að hætta sem þjálfari Man United vorið 2013. Skildi hann við liðið sem Englandsmeistara en síðan hefur liðið ekki verið nálægt því að endurtaka leikinn. Hér að neðan má sjá lista Daily Star yfir alla þann 41 leikmann sem félagið hefur fest kaup síðan Sir Alex hætti. 41. sæti. Alexis Sánchez Kom vissulega í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan (sem fór til Arsenal) en gríðarhá laun Sánchez, almennt getuleysi hans innan vallar og hversu illa það gekk að losa hann frá félaginu gerir hann að versu kaupum Man Utd í níu ár. 40. Ángel Di María Kostaði Manchester United 59,7 milljónir punda er hann gekk til liðs við félagið frá Real Madríd. Hann var seldur á afslætti til París Saint-Germain ári síðar og hefur í kjölfarið nýtt öll tækifæri til að urða yfir félagið.EPA/PETER POWELL 39. Harry Maguire Enski miðvörðurinn fær bronsið yfir verstu kaup félagsins undanfarin níu ár. Kostaði 78,3 milljónir punda og þrátt fyrir að byrja vel þá hefur honum fatast flugið að undanförnu. Er gagnrýndur nánast í hverri viku nú og virðist sem ferill hans hjá félaginu gæti verið í hættu með komu nýs þjálfara.EPA-EFE/ANDREW YATES 38. Aaron Wan-Bissaka Kostaði á einhvern ótrúlegan hátt 49,5 milljónir punda. Hefði átt að kosta 4,95 milljónir. 37. Falcao Kom á láni frá Monaco eftir erfið meiðsli. 36. Morgan Schneiderlin Kostaði 25 milljónir. Átt að leysa vandræði liðsins á miðjunni. 35. Paul Pogba Var í smástund dýrasti leikmaður heims. Hefur sýnt hvers hann er megnugur við og við en aldrei til lengri tíma. Verður samningslaus í sumar.EPA-EFE/Aleksandra Szmigiel 34. Donny Van de Beek Kom frá Ajax. Kostaði 35 milljónir punda. Virðist enginn vita hvað hann er að gera hjá félaginu. Er á láni hjá Everton. 33. Memphis Depay Kostaði rúmlega 26 milljónir punda. Átti að vera rosa sprækur fram á við en gat lítið. Er í dag hjá Barcelona. 32. Marouane Fellaini Var keyptur af David Moyes frá sínu gamla liði Everton á 27,5 milljónir punda. Þjónaði liðinu vel en var aldrei tekinn í sátt. 31. Romelu Lukaku Keyptur frá Everton á 75 milljónir punda. Fann sig í raun aldrei á Old Trafford. 30. Bastian Schweinsteiger Gamall og lúinn er hann kom frá Bayern. Kostaði 6,8 milljónir punda. 29. Marcos Rojo Að Argentínumaðurinn hafi aldrei fengið rautt í treyju Man United er ótrúlegt. Kostaði 16 milljónir punda og kann ekki að rista brauð.EPA/TIM KEETON 28. Andy Kellett Hver? 27. Víctor Valdés Kom til þess að sitja á bekknum fyrir David De Gea. 26. og 25. Lee Grant og Tom Heaton Lee Grant og Tom Heaton. Komu báðir til að verða þriðji markvörður liðsins. Sá fyrrnefndi er í dag fjórði kostur eftir komu Heaton.Ash Donelon/Getty Images 24. Matteo Darmian Helst minnst fyrir skelfilega skeggrót. Varð Ítalíumeistari með Inter Milan á síðustu leiktíð. 23. Guillermo Varela Fyrstu kaup félagsins eftir að Sir Alex hætti. Var ungur og efnilegur en náði aldrei að láta ljós sitt skína. 22. Daniel James Orkumikill en entist stutt á Old Trafford. Er nú kominn til Leeds United.Chris Brunskill/Getty Images 21. Facundo Pellestri Var keyptur að því virðist bara til að kaupa einhvern. Er á láni á Spáni í dag. 20. Alex Telles Sparkaði í rassinn á Luke Shaw. Kostaði litlar 13,5 milljónir punda. 19. Nemanja Matić Hefur átt sína spretti þó hann fari hægt yfir í dag. 18. Amad Diallo Sama og með Pellestrin nema Diallo kostaði 19 milljónir punda. 17. Daley Blind Fjölhæfur leikmaður sem skilaði sínu. Kostaði aðeins 14 milljónir punda er hann kom.EPA-EFE/NIGEL RODDIS 16. Victor Lindelöf Líkt og aðrir miðverðir á þessum lista hefur hann átt erfitt uppdráttar. 15. Henrikh Mkhitaryan Gekk lítið upp hjá Mkhitaryan sem var á endanum skipt til Arsenal þrátt fyrir að kosta 26 milljónir er hann kom frá Borussia Dortmund. 14. Eric Bailly Alltaf meiddur. 13. Juan Mata Hefur skorað nokkur mögnuð mörk fyrir félagið og væri mögulega ofar hefði hann verið seldur áður en hann hætti alveg að geta hlaupið. 12. Diogo Dalot Hefði verið töluvert neðar ef ekki væri fyrir Ralf Rangnick. 11. Fred Brasilíumennirnir Fred og Alex Telles. Segja má að sá fyrrnefndi hafi farið í gegnum endurnýjun lífdaga með komu Ralf Rangnick.Alex Livesey/Getty Images 10. Edinson Cavani Óhemju ofarlega fyrir mann sem er alltaf meiddur. 9. Anthonty Martial Svipað og hjá Pogba. Franskur, kostaði sitt og hefur átt sín augnablik. 8. Sergio Romero Ætti í raun að vera í 1. sæti. Mögulega besti varamarkvörður allra tíma. 7. Raphaël Varane Tíminn mun leiða í ljós hversu góð kaup franski miðvörðurinn verður. Kostaði 36,5 milljónir en hefur verið mikið frá. 6. Ander Herrera Með betri kaupum félagsins. Leikur með París Saint-Germain.vísir/getty 5. Cristiano Ronaldo Gæti verið ofar en gæti einnig verið neðar, fer í raun eftir við hverju fólk bjóst þegar Portúgalinn sneri aftur á Old Trafford. 4. Zlatan Ibrahimović Meiðsli komu í veg fyrir að Zlatan hefði eignað sér fyrsta sætið á þessum lista. Það og slök færanýting en Svíinn fékk urmul færa á fyrsta tímabili sínu í Manchester. 3. Luke Shaw Nálægt því að vera seldur oftar en einu sinni. Fann sig vel undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en hefur átt erfitt uppdráttar eftir vonbrigðin á Evrópumótinu síðasta sumar.Ash Donelon/Getty 2. Jadon Sancho Einn besti leikmaður liðsins í dag eftir slaka byrjun. Er ef til vill full ofarlega fyrir leikmann sem kostaði 76,5 milljónir punda og er enn á sínu fyrsta tímabili.EPA-EFE/Domenech Castello 1. Bruno Fernandes Fáir aðrir sem komu til greina. Umturnaði liðinu eftir að hann kom og er nú að fóta sig í nýju leikkerfi með nýjum þjálfara.Robbie Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira