Gerður Berndsen er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2022 21:08 Gerður var 74 ára. Aðsend Gerður Berndsen er látin, 74 ára að aldri. Gerður var þekkt fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur, sem var myrt við Engihjalla í Kópavogi vorið 2000. Gerður lést í fyrradag. Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa. Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Aðstandendur Gerðar minnast hennar sem skapandi og hæfileikaríkrar konu. Í gegnum ævina kom Gerður að ýmiskonar listsköpun, málaði málverk, tók myndir og skrifaði bækur sem hún myndskreytti sjálf. Þekkt baráttukona Gerður var þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttlæti fyrir dóttur hennar, Áslaugu Perlu Kristjónsdóttur. Gerður barðist í yfir tvo áratugi fyrir því að mál mannsins sem myrti dóttur hennar, með því að kasta henni fram af tíundu hæð fjölbýlishúss, yrði endurupptekið og hann sakfelldur fyrir nauðgun. Maðurinn, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið en var ekki dæmdur fyrir nauðgun. Samkvæmt gögnum málsins voru skýr ummerki um áverka á kynfærum Áslaugar Perlu sem komu til fyrir fallið af svölunum, en Ásgeir bar því við að þeir stöfuðu af „harkalegu kynlífi,“ sem farið hefði fram með samþykki beggja. Gerður ræddi málið meðal annars við sjónvarpsþáttinn Ummerki á Stöð 2 á síðasta ári. Þar sagði hún það réttlætismál að maðurinn yrði sakfelldur fyrir nauðgun, jafnvel þótt dómur yfir honum yrði ekki þyngdur. Vildi hún að dóttur hennar yrði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hlyti dóm fyrir brot sín. „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana,“ sagði Gerður í viðtalinu. Réttlætisþráin hyrfi aldrei Gerður skrifaði greinar í helstu fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðustu tvo áratugi, og sótti hart það réttlæti sem hún taldi ekki hafa náð fram að ganga. Hún fór þrívegis fram á endurupptöku málsins en var alltaf hafnað. Í viðtalinu við Ummerki sagðist Gerður þá aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, þar sem reiðin og sorgin hafi stöðugt kraumað, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur hennar myndi aldrei hverfa.
Andlát Tengdar fréttir Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20