Hugvitsamlegar kjaraviðræður? Einar Mäntylä skrifar 29. mars 2022 08:02 „Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun