Lífið

Lisa Ekdahl með tónleika í Hörpu í sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Lisa Ekdahl.
Lisa Ekdahl. Aðsend

Sænska söngkonan Lisa Ekdahl er á leiðinni til landsins og mun halda tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. júní í sumar.

Frá þessu segir í tilkynningu. Þar segir að veturinn 1994 hafi Lisa Ekdahl orðið að stórstjörnu á  nánast á einni nóttu á Norðurlöndunum með fyrstu plötu sinni, sem hét einfaldlega Lisa Ekdahl. 

„Platan, fékk fjöldan allan af tónlistarverðlaunum í Svíþjóð eins og til dæmis, besti kvenkyns popp- og rokktónlistarmaðurinn, listamaður ársins og svo auðvitað besta plata ársins.

Afslappaður stíll hennar hefur heillað aðdáendur jafnt og gagnrýnendur. Og þessi skemmtilega blanda af sænskri vísnahefð, djassi og bossanova hefur gert Lisu að einum þekktasta tónlistarmanni Norðurlanda.

19 ára gömul kom Lisa Ekdahl fram á litlum djassklúbbum með sænsku djasshljómsveitinni “Peter Nordahl tríói”. Lisa hefur stundum talað um þessi ár, spilandi á litlum klúbbum, sem sína tónlistarkennslu. Í október á síðasta ári gaf Lisa út nýjustu plötuna sína GRAND SONGS þar sem hún túlkar af sinni alkunnu snilld nokkur uppáhaldslög sín eftir listamenn á borð við Beyonce, Carole King, Diana Ross og Bob Dylan,“ segir í tilkynningunni.

Miðasala hefst 7. apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×