Tónlist

Breskur doktor í tauga­vísindum og erfða­fræði á toppnum í raf­tón­listinni

Tinni Sveinsson skrifar
Floating Points er listamannanafn Sam Shepard. Hann er doktor í taugavísindum og erfðafræði og orðinn einn þekktasti raftónlistarmaður Breta.
Floating Points er listamannanafn Sam Shepard. Hann er doktor í taugavísindum og erfðafræði og orðinn einn þekktasti raftónlistarmaður Breta. Ninja Tune

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög mars. Á toppnum trónir breski raftónlistarmaðurinn Floating Points frá Manchester. Hann er doktor í taugavísindum og erfðafræði og orðinn einn þekktasti raftónlistarmaður Breta.

Til þess að finna listann fyrir febrúar var leitað til plötusnúða bæjarins og helstu lista tónlistarpressunnar skoðaðir.

„Raftónlistargúrúinn Floating Points hlammar sér í toppsætið með framsækinn „banger“ sem flestir plötusnúðarnir pikkuðu sérstaklega út þennan mánuðinn. Þetta er því óumdeilt topplag mánaðarins,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone.

Nýr þáttur af PartyZone fer í loftið hér á Vísi á föstudögum og er hann síðan aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum og á Mixcloud-rás þáttarins.

Nýtt frá Exos og Birni Salvador

„Það er mjög greinilegt að danstónlistin er að koma með miklum krafti inn í árið eftir að það losnaði um Covid-spennitreyjuna,“ segir Helgi Már. 

Klippa: Party Zone listinn - Topp 30 fyrir mars

„Þéttur, teknóskotinn klúbbavænn listi er málið í þetta skiptið. Meðal annars á teknógoðsögnin og Íslandsvinurinn Stephan Bodzin tvö lög inni á topp tíu. Þá eru tvö mjög flott lög frá íslenskum listamönnum þarna. Frá þeim Exos og Bjorn Salvador, sem voru að gefa út nýtt efni á dögunum. Einnig klúbbavænt efni úr samstarfi kanónanna Maceo Plex og Johnny Jewel úr Chromatics. Efni af væntanlegum plötum frá Moderat og Röyksopp ratar sömuleiðis á listann og í öðru sæti er tryllt lag frá Superpitcher og söngkonunni Fantastic Twins.“

Múmían enn reglulega spiluð

„Múmía kvöldsins er engin smá klassík, lagið Closer með Mr. Fingers (Frankie Foncett Dude Mix). Lagið hefur elst svo rosalega vel að það gæti hafa komið út í gær. Samt var það topplagið á PartyZone listanum sem við kynntum á framhaldsskólastöðinni Útrás í lok mars 1992,“ segir Helgi en þess má geta að áhugasamir geta einnig hlustað á lögin á lagalista PartyZone á Spotify.


Tengdar fréttir

Endurgerð af slagara Manu Chao á toppnum

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög febrúar. Á toppnum trónir endurgerð af þekktu lagi Manu Chao eftir Sofiu Kourtesis, plötusnúð frá Perú.

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.