Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:10 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Þetta kom fram í Kveik á RÚV í kvöld. Þar segir að tíundi hver sjúklingur í heilbrigðiskerfinu sé talinn verða fyrir mistökum, vanrækslu eða óhappi af einhverju tagi við meðferð sína. Árlega séu skráð yfir tíu þúsund atvik á heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingar urðu fyrir heilsutjóni eða hefðu getað orðið fyrir því, af áðurnefndum ástæðum. Fannst ekki vera hlustað á sig Konan sem nú hyggst leita réttar síns gagnvart ríkinu heitir Bergþóra Birnudóttir og er í umfjöllum Kveiks lýst sem „hraustri og virkri fjölskyldukonu,“ áður en hún örkumlaðist. Hún varð ólétt í þriðja sinn árið 2015, þá 37 ára gömul. Eftir aðeins sextán vikna meðgöngu fékk hún grindargliðnun, sem var svo slæm að hún þurfti að hætta að vinna. Hún hafi síðan stækkað hratt og líðan hennar hrakað mikið á næstu vikum. Þegar 28 vikur hafi verið liðnar af meðgöngunni hafi hún þá átt erfitt með að hreyfa sig, og fundið að eitthvað mikið væri að. Hún hafi hitt fæðingarlækni sem hún tjáði að sér þætti ólíklegt að hún gæti klárað 40 vikna meðgöngu. Hún hefði áður gengið með stór börn, en þetta væri ekki eðlilegt. Hún hafi hins vegar fljótt fengið á tilfinninguna að áhyggjur hennar væru ekki teknar alvarlega, og henni síðan tjáð að fæðing væri almennt ekki framkölluð vegna grindargliðnunar, nema í alvarlegustu tilfellum. Aðferð sem mælt er gegn að nota Eftir fæðingu, sem var framkölluð með gangsetningu eftir tæplega 41 viku meðgöngu, hafi síðan komið í ljós að dóttir Bergþóru væri með meðfætt ofvaxtarheilkenni. Hún segir ljósmóðurina hafa beitt svokallaðri „manual fundal pressure“ aðferð til að koma barninu út. Aðferðin feli það í sér að ljósmóðirin setji allan sinn líkamsþunga ofan á hana til þess að ýta á eftir barninu, til að koma því út. Ekkert sé hins vegar skráð í fæðingarskýrsluna um að aðferðinni hafi verið beitt, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir gegn beitingu hennar. Það er vegna skaða sem móður og barn geta beðið af aðferðinni. Við fæðinguna hlaut Bergþóra þriðju gráðu spangartætingu, sem er þegar konur rifna í fæðingu upp í endaþarm. Slíkt getur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar. Eins beið hún skaða á vöðvum og taugum í grindarbotni og endaþarmi, auk þess sem fjarlægja þurfti neðsta hluta ristils hennar. Bergþóra þjáist enn af miklum taugaverkjum og verkjum í spjaldhrygg og mjaðmagrind. Hún á þá erfitt með að ganga og sitja og er algerlega óvinnufær. Vill að hægt sé að læra af sögu hennar Sjúkratryggingar Íslands greiddu Bergþóru hámarksbætur vegna þess skaða sem hún hlaut, 10,8 milljónir króna. Sumarið 2016 sendi hún Landlæknisembættinu kvörtun vegna vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu, en fékk svar tveimur og hálfur ári seinna þar sem fram kom að samkvæmt áliti landlæknis hefði vanræksla ekki átt sér stað. Bergþóra segjast með málsókn sinni á hendur ríkinu vilja fá viðurkenningu á þeim mistökum sem hún telur hafa átt sér stað. Hún vilji í allri einlægni að hægt sé að læra eitthvað af máli hennar, og þess vegna hafi hún ákveðið að segja sögu sína.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira