Tók Sveppadýfuna með Sveppa í hundraðasta myndbandinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 10:31 Gústi og Sveppi í lauginni í gær. „Síðustu mánuði hef ég verið á ákveðinni vegferð á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ég hef verið að gera myndband á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Gústi B. Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Í gær var hundraðasti dagurinn og ákvað Gústi að því tilefni að taka Sveppadýfuna frægu sem sló í gegn síðasta sumar. Sveppi, fullu nafni Sverrir Þór Sverrisson, tók Gústa í kennslu og tóku þeir svo dýfuna saman. „Ég hef verið ótrúlega heppinn með frábært fólk sem hefur verið til í að koma fram í TikTok-unum mínum en á meðal þeirra eru Herra Hnetusmjör, Steindi, Reykjavíkurdætur, Páll Óskar, Auðunn Blöndal, Sólborg Guðbrands, Siggu Kling, Örn Árnason, Björgvin Franz, Jón Gnarr, Clubdub og fullt af áhugaverðu fólki,“ segir Gústi í samtali við Lífið. „Ég hef náð öllum þeim markmiðum á TikTok sem ég lagði upp með í byrjun og nú taka önnur spennandi verkefni við í framhaldinu. Að því sögðu er ég að taka mér smá pásu og því er hundraðasta myndbandið það síðasta í þessari röð.“ Gústi og refurinn Gústi jr. Hann er þó alls ekki hættur að gera myndbönd en mun gera mun minna af þeim. „Að gera metnaðarfullt myndband á hverjum einasta degi ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég hef verið að gera hefur tekið sinn toll. Það hefur bitnað á öðrum sviðum í mínu lífi og nú verður geggjað að fá smá hvíld og einbeita sér að öðru,“ útskýrir Gústi. „Nú fer ég aftur í það að talsetja teiknimyndir, koma fram sem plötusnúður, hjálpa fyrirtækjum að reka samfélagsmiðla og njóta lífsins. Reynslan sem öll myndbandagerðin hefur gefið mér er ómetanleg. Það eru mörg spennandi verkefni framundan hjá mér og stór tilkynning væntanleg á næstu dögum,“ segir Gústi að lokum. Dýfu Sveppa og Gústa má sjá hér fyrir neðan. @gustib_1 Hundraðasti og einnig síðasti dagurinn í röðinni - takk fyrir mig original sound - Gústi B
Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Þríhryggbrotinn eftir að hafa reynt Sveppadýfuna Karlmaður um þrítugt stórslasaðist á hrygg þegar hann tók hina svokölluðu Sveppadýfu í sundlauginni á Patreksfirði fyrir tveimur vikum. Hann varar fólk við því að apa svona eftir og vonar að tískubylgjuna lægi. 3. september 2021 22:21