Hetjuleg barátta Íslendingaliðs Bayern dugði ekki til Atli Arason skrifar 30. mars 2022 21:15 Glódís Perla Viggósdóttir er í lykilhlutverki hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München. getty/Roland Krivec Paris Saint-Germain vann Bayern München á heimavelli í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir framlengdan leik, PSG vann samanlagt 4-3. Sandy Baltimore kom heimakonum yfir með marki á 17. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Saki Kumagai metin fyrir Bayern. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Bayern aftur og var það Lea Schuller sem kom boltanum í netið. Bayern var því 1-2 yfir þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja eftir 1-2 sigur PSG í Þýskalandi. Á 112. mínútu leiksins skoraði Ramona Bachmann sigurmarkið og PSG fer því áfram í undanúrslit. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allar 120 mínúturnar í liði Bayern í kvöld. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tíman á varamannabekk Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahóp þýska liðsins vegna veikinda. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Paris Saint-Germain vann Bayern München á heimavelli í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eftir framlengdan leik, PSG vann samanlagt 4-3. Sandy Baltimore kom heimakonum yfir með marki á 17. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Saki Kumagai metin fyrir Bayern. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Bayern aftur og var það Lea Schuller sem kom boltanum í netið. Bayern var því 1-2 yfir þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja eftir 1-2 sigur PSG í Þýskalandi. Á 112. mínútu leiksins skoraði Ramona Bachmann sigurmarkið og PSG fer því áfram í undanúrslit. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allar 120 mínúturnar í liði Bayern í kvöld. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tíman á varamannabekk Bayern en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahóp þýska liðsins vegna veikinda.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti