Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 14:43 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árinu 2010. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu. EPA Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban. Ungverjaland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Bandalag stjórnarandstöðuflokkanna – Sameinuð fyrir Ungverjaland – samanstendur af flokkum sem spanna flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Flokkarnir ákváðu á miðju kjörtímabili að snúa saman bökum með það að markmiði að binda endi á þá vegferð sem Ungverjaland hefur verið á undir stjórn Orbans, spillingu og því sem þeir hafa lýst sem einræðistilburðum forsætisráðherrans. Hefur Orban þannig sætt mikilli gagnrýni fyrir að ganga á frelsi fjölmiðla í landinu, baráttu sína gegn réttindum hinsegin fólks og breytingar sem gerðar hafa verið á kosningakerfinu, sem Fidesz er sagt græða á. Stjórnarandstöðuflokkarnir sammældust um það síðasta haust, að lokinni atkvæðagreiðslu, að Peter Marki-Zay – sem er menntaður hagfræðingur, verkfræðingur og sagnfræðingur og bæjarstjóri í Hódmezővásárhely í suðurhluta landsins – verði forsætisráðherraefni bandalagsins. Peter Marki-Zay er forsætisráðherraefni bandalags sex stjórnarandstöðuflokka.EPA Hafa haft tögl og hagldir Fidesz hefur í raun haft tögl og hagldir í ungverskum stjórnmálum síðustu ár og hefur flokkurinn, auk samstarfsflokksins KDNP, átt 133 af 199 fulltrúum á þinginu. Hreinan meirihluta. Skömmu eftir að Marki-Zay var kynntur sem forsætisráðherraefni stjórnarandstöðunnar síðasta haust bentu skoðanakannanir til að sameinuð stjórnarandstaða gæti raunverulega velgt Orban og stjórn hans undir uggum í þingkosningunum sem framundan væru. Síðustu vikurnar hefur þó dregið í sundur og benda kannanir til að bandalag Fidesz og kristilega flokksins KDNP séu með um fimm prósenta forskot á andstæðings sína. Innrás Rússa í Úkraínu hefur skiljanlega haft mikil áhrif á alla kosningabaráttuna, enda er Ungverjaland eitt þeirra ríkja sem á landamæri að Úkraínu og hefur landið tekið á móti nokkrum fjölda flóttafólks. Í frétt Al Jazeera segir sundrung hafi aukist innan raða hinnar sameinuðu stjórnarandstöðu síðustu vikurnar – deilur verið áberandi, tafir orðið á birtingu skrár yfir kosningaloforð, framboðslista og fleiru. Hafa margir innan stjórnarandstöðunnar gagnrýnt félaga sína fyrir að leggja meiri áherslu á að verja stöðu sína innan bandalagsins, frekar en að leggja púður í beina spjótum sínum að Orban. Gagnrýni hefur einnig beinst gegn Marki-Zay fyrir að hafa látið sig hverfa á mikilvægum tímapunkti í kosningabaráttunni til að koma sér upp sínu eigin kosningaliði og framboðið þannig misst dampinn. Frá fjöldafundi stuðningsmanna Victors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest á dögunum.EPA Tengsl Orbans og Pútíns Marki-Zay hefur í kosningabaráttunni reynt að teikna þingkosningarnar upp sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Orban og margræðni hans þegar kemur að landfræðipólitík. Vísar hann þar í náin samskipti Orbans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um margra ára skeið. „Það liggur fyrir hvað er í húfi. [Orban] og Pútín eða Vestrið og Evrópa,“ sagði Marki-Zay á samfélagsmiðlum. Orban hefur hins vegar reynt að draga upp mynd af sjálfum sér sem fulltrúa stöðugleika og friðar. Hefur hann sagt Marki-Zay vera fulltrúa pólitískra óvina sem vilji rústa fullveldi Ungverjalands og kristilegum gildum þjóðarinnar. Þau kosningamál sem voru áberandi í umræðunni í byrjun árs – spilling, mennta- og heilbrigðismál – hafa lítið verið í umræðunni eftir að öryggismál og staða Ungverjalands í samfélagi þjóða tók yfir sviðið eftir innrás. Samfara breytingum á umræðunni í kosningabaráttunni hefur fylgi við Orban og Fidesz aukist og má ljóst vera að þarf að spýta í lófana síðustu dagana fyrir kosningar, standi vonir til að binda enda á stjórnartíð hins þaulsetna Orban.
Ungverjaland Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira