Körfubolti

Aliyah um að mæta kærustunni: Alltaf mikil samkeppni

Andri Már Eggertsson skrifar
Aliyah Daija Mazyck fagnaði með stuðningsfólki og liðsfélögum
Aliyah Daija Mazyck fagnaði með stuðningsfólki og liðsfélögum Vísir/Bára Dröfn

Aliyah Daija Mazyck, átti stórleik er Fjölnir var deildarmeistari í Subway-deild kvenna eftir tíu stiga tap gegn Val 76-86. 

„Þetta er geggjuð tilfinning, leikurinn endaði ekki eins og við vildum en við ætlum samt að fagna og hafa gaman,“ sagði Aliyah Daija Mazyck eftir að Fjölnir tryggði sér deildarmeistaratitilinn.

Valur vann leikinn með tíu stigum og fannst henni ýmislegt vanta upp á í spilamennsku Fjölnis. 

„Það var augljóst að ég lét mikið fara í taugarnar á mér.“ 

Ameryst Alston, leikmaður Vals, labbaði svo í viðtalið og óskaði Aliyah til hamingju með deildarmeistaratitilinn en þær eru kærustupar og búa saman. 

„Það er alltaf gaman að spila á móti kærustunni, við spilum mikið á móti hvor annarri og er það alltaf mikil keppni þegar við spilum, sama hvort það sé í leikjum eða bara til skemmtunar.“

Aliyah Daija Mazyck fékk tvær tæknivillur í leiknum og var rekin út úr hús rétt fyrir leikslok.

„Ég átti skilið fyrstu tæknivilluna en ég sagði ekki neitt í seinni tæknivillunni og veit ég hreinlega ekki hvað gerðist þarna í seinni tæknivillunni.“

Aliyah sagði að lokum að Fjölnir veit sitt skipulag og verður að halda sig við það til að Íslandsmeistaratitillinn endi í Grafarvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×