Lífið

Tóku í gegn eldhúsið hjá Siggu Kling

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga var með ákveðnar hugmyndir fyrir verkefnið.
Sigga var með ákveðnar hugmyndir fyrir verkefnið.

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Í síðasta þætti fóru þeir heim til spákonunnar Siggu Kling sem hefur búið á Álftanesinu í þrjátíu ár. Verkefnið var að taka í gegn eldhúsið hjá Sigríði Klingenberg.

Ragnar og Kári náðu að endurspegla karakter Siggu í eldhúsinu en hér að neðan má sjá hvernig eldhúsið leit út fyrir breytingu. 

Sigga hafði ekki breytt því í þrjá áratugi en inni á Stöð 2+ er hægt að sjá þáttinn í heild sinni og hvernig eldhúsið lítur út í dag, einstaklega smekklegt. 

Klippa: Tóku í gegn eldhúsið hjá Siggu Kling





Fleiri fréttir

Sjá meira


×