Snorri Barón hjálpar „svörtum sauði“ CrossFit íþróttarinnar að snúa aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 09:00 Snorri Barón Jónsson með Söru Sigmundsdóttur sem hefur verið skjólstæðingur hans lengi. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson er umboðsmaður fjölda heimsklassa CrossFit íþróttamanna og kvenna en hann er líka tilbúinn að gefa mönnum annað tækifæri. CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri. CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira
CrossFit vefurinn Morning Chalk Up vekur athygli á samstarfi Ástralans Ricky Garard og íslenska umboðsmannsins. Garard er „svarti sauður“ CrossFit íþróttarinnar eftir að hafa skrifað sögu íþróttarinnar með mjög neikvæðum hætti. Snorri Barón er mjög virtur í CrossFit samfélaginu en hann er meðal annars umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, Björgvins Karls Guðmundssonar og Sólveigar Sigurðardóttur sem og þeirra Romans Khrennikov, Gabrielu Miglala og Emma Lawson sem stóðu sig öll frábærlega í átta manna úrslitunum eins og íslensku stjörnurnar þrjár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Ricky Garard er að snúa til baka eftir fjögurra bann frá CrossFit íþróttinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Garard varð árið 2017 sá fyrsti verðlaunahafi á heimsleikunum sem fellur á lyfjaprófi. Kanadamaðurinn Patrick Vellner hoppaði þar með upp í þriðja sætið en hann var rændur tækifærinu á því að standa á pallinum. Það er ekki auðvelt fyrir Garard að koma til baka með slíka fortíð en hann á nú bakland hjá Snorra Barón og umboðsfyrirtæki hans Bakland Management. Garard hefur nú skrifað undir fyrsta styrktarsamning sinn við fyrirtæki síðan að Snorri gerðist umboðsmaður hans. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Ég þekki það vel hvað er að klúðra sínum málum og brenna brýr,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson meðal annars í pistli sínum á Instagram sem Morning Chalk Up vakti athygli á. „Ég oft verið spurður af því hvort ég sé umboðsmaður Ricky. Allir eiga rétt á því að fá annað tækifæri og eftir að hafa hitt Ricky og átt grimmt spjall við hann þá þurfti ekki að sannfæra mig meira,“ skrifaði Snorri Barón. „Hann sannfærði mig um að hann væri í þessu af réttum ástæðum. Hann villtist af leið en lærði sína lexíu og er nú að leið til endurheimta orðspor sitt,“ skrifaði Snorri Barón. Ricky Garard stóð sig vel í átta manna úrslitunum um síðustu helgi því hann náði efsta sætinu í Eyjaálfu og varð ellefti yfir allan heiminn. Snorri átti því bæði efsta manninn í Evrópu (Björgvin Karl Guðmundsson), efsta manninn í Eyjaálfu (Garard), efsta maninn í Asíu (Roman Khrennikov) og efstu konuna í Evrópu (Gabriela Migala). Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir þessum árangri.
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Sjá meira