Finnur Freyr: Við erum mjög stoltir af þessum árangri Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 21:30 Finnur Freyr þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur sinna manna og stöðuna í deildinni. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42