Vísar í persónu Tove Jansson úr Múmínálfunum Steinar Fjeldsted skrifar 31. mars 2022 22:15 Hljómsveitin Milkhouse hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Snorkstelpan og er önnur smáskífa af væntanlegri plötu sveitarinnar en Milkhouse gaf einnig út lagið Dagdraumar vol. 7 síðastliðið sumar. Snorkstelpan er ástarlag og hefur draumkenndan hljóðheim, en titill þess vísar í samnefnda persónu Tove Jansson úr Múmínálfunum. Flytjendur lagsins eru hljómsveitin Milkhouse en hana skipa Andrés Þór Þorvarðarson, Auðunn Orri Sigurvinsson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Sævar Andri Sigurðarson og Victor Karl Magnússon.Blástur Leikararnir Birgitta Björg Guðmundsdóttir og Þórður Hallgrímsson (á trompet), Þórunn Eir Pétursdóttir (á horn), Breki Sigurðarson (á túbú), Steinn Völundur (á básúnu), Ásdís Birta Guðnadóttir (á klarinett) og Kristín Ýr Jónsdóttir (á flautu) spila einnig inn á lagið. Lagið verður aðgengilegt á streymisveitunni Spotify á morgun, föstudaginn 1. apríl en í gær kom út handteiknað tónlistarmyndband sem Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) gerði við lagið Snorkstelpan. Hljómsveitin Milkhouse var stofnuð árið 2012 þegar meðlimir hennar kynntust í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 16 ára gömul. Árið 2015 gaf hún út EP plötuna „Baratís í Paradís” sem var valin plata vikunnar á Rás 2 sumarið 2016. Árið 2017 gaf Milkhouse út LP plötuna Painted Mirrors og hélt útgáfutónleika í Iðnó með strengjasveit. Báðar plötur hljómsveitarinnar hafa hlotið góða dóma í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Milkhouse var valin hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2014 og spilaði á alþjóðlegri listahátíð í Lettlandi árið 2016 sem fulltrúi Hins Hússins. Milkhouse hefur gefið út fjögur tónlistarmyndbönd: Hunang (2014), Gleymérei (2016) Say My Name (2017), og Dagdraumar vol. 7 (2021) sem voru unnin í nánu samstarfi við leikstjóra og framleiðendur. Meðlimir Milkhouse hafa einnig tekið þátt í öðrum tónlistarverkefnum síðast liðin ár og starfað í hljómsveitunum K.óla, Skoffín, bagdad brothers, Óla Kram, o.fl. sem eiga það allar sameiginlegt að vera innan listasamlagsins post-dreifing. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið
Snorkstelpan er ástarlag og hefur draumkenndan hljóðheim, en titill þess vísar í samnefnda persónu Tove Jansson úr Múmínálfunum. Flytjendur lagsins eru hljómsveitin Milkhouse en hana skipa Andrés Þór Þorvarðarson, Auðunn Orri Sigurvinsson, Katrín Helga Ólafsdóttir, Sævar Andri Sigurðarson og Victor Karl Magnússon.Blástur Leikararnir Birgitta Björg Guðmundsdóttir og Þórður Hallgrímsson (á trompet), Þórunn Eir Pétursdóttir (á horn), Breki Sigurðarson (á túbú), Steinn Völundur (á básúnu), Ásdís Birta Guðnadóttir (á klarinett) og Kristín Ýr Jónsdóttir (á flautu) spila einnig inn á lagið. Lagið verður aðgengilegt á streymisveitunni Spotify á morgun, föstudaginn 1. apríl en í gær kom út handteiknað tónlistarmyndband sem Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) gerði við lagið Snorkstelpan. Hljómsveitin Milkhouse var stofnuð árið 2012 þegar meðlimir hennar kynntust í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 16 ára gömul. Árið 2015 gaf hún út EP plötuna „Baratís í Paradís” sem var valin plata vikunnar á Rás 2 sumarið 2016. Árið 2017 gaf Milkhouse út LP plötuna Painted Mirrors og hélt útgáfutónleika í Iðnó með strengjasveit. Báðar plötur hljómsveitarinnar hafa hlotið góða dóma í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Milkhouse var valin hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2014 og spilaði á alþjóðlegri listahátíð í Lettlandi árið 2016 sem fulltrúi Hins Hússins. Milkhouse hefur gefið út fjögur tónlistarmyndbönd: Hunang (2014), Gleymérei (2016) Say My Name (2017), og Dagdraumar vol. 7 (2021) sem voru unnin í nánu samstarfi við leikstjóra og framleiðendur. Meðlimir Milkhouse hafa einnig tekið þátt í öðrum tónlistarverkefnum síðast liðin ár og starfað í hljómsveitunum K.óla, Skoffín, bagdad brothers, Óla Kram, o.fl. sem eiga það allar sameiginlegt að vera innan listasamlagsins post-dreifing. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið