Nýkrýndir deildarmeistarar Njarðvíkur mæta KR-ingum í átta liða úrslitum. KR-ingar skriðu inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap gegn Valsmönnum í kvöld og eiga erfitt verkefni fyrir höndum.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn enduðu í öðru sæti deildarinnar og mæta því Grindvíkingum sem höfnuðu í sjöunda sæti. Liðin mættust í kvöld þar sem Þórsarar unnu nokkuð öruggan sigur, 105-93.
Þá mætast Valsmenn og Stjarnan og að lokum Tindastóll og Keflavík. Tap Keflvíkinga í kvöld þýðir að liðið féll niður í fimmta sæti og Stólarnir eru því með heimaleikjarétt í því einvígi.
Viðureignirnar í átta liða úrslitum
Njarðvík - KR
Þór Þorlákshöfn - Grindavík
Valur - Stjarnan
Tindastóll - Keflavík

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.