Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Gianni Infantino segir að FIFA hafi aðeins skoðað hagkvæmni þess að halda HM á tveggja ára fresti. Markus Gilliar/Getty Images Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022 FIFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Hugmyndin um að halda Heimsmeistaramótið í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra hefur mætt mikilli mótstöðu. Mörg knattspyrnusambönd, félög og leikmenn hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en hins vegar hefur afríska knattspyrnusambandið CAF sagst styðja hugmyndina. „FIFA hefur ekki lagt til að HM verði haldið á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino í Doha í gær, en hann er staddur í Katar þar sem dregið verður í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í kvöld. „Við skulum fá þetta ferli á hreint. Á seinasta FIFA-þingi báðum við stjórn sambandsins um að skoða hagkvæmnina í því að halda HM á tveggja ára fresti.“ „Það er nákvæmlega það sem stjórnin gerði undir stjórn Arsene Wenger. FIFA lagði aldrei neitt til, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagkvæmt og að það myndi hafa einhverskonar áhrif,“ sagði Infantino. „Við komumst að því að þetta væri hagkvæmt og jafnvel jákvætt fyrir stóran hluta af heiminum. En að sjálfsögðu mættum við líka mikilli mótstöðu og það er þar sem samtalði þarf að byrja.“ Eins og Infantino kemur inn á í máli sínu þá hefur Arsene Wenger, fyrrum þjálfari Arsenal, leitt þessa vinnu. Frakkinn hefur verið sýnilegur seinustu mánuði og ár og talað fyrir því að HM ætti að vera haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, ásamt því suður-ameríska, CONMEBOL, hafa lýst yfir mótstöðu sinni við hugmyndinni og þá hefur Ólympíunefndin lýst yfir áhyggjum sínum varðandi það að HM í fótbolta myndi taka áhorf og áhuga frá öðrum íþróttum. „Við erum að skoða alla möguleika,“ bætti Infantino við. „Við munum taka okkur góðan tíma og reyna að sjá málið frá öllum mögulegum sjónarhornum.“ Fifa abandon biennial World Cup idea following opposition to Arsene Wenger plans, @Tom_Morgs reports.https://t.co/TP0k0YjyEl pic.twitter.com/ESf6SEzHUq— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 31, 2022
FIFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira