Úkraínskur flóttamaður æfir með Man City: Bróðir hans berst við Rússa heima fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 08:01 Andrii Kravchuk æfir nú með U-23 ára liði Manchester City þökk sé landa hans Oleksandr Zinchenko. BBC Sport Úkraínskur flóttamaður hefur fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Andrii Kravchuk var í æfingaferð í Tyrklandi með félagsliði sínu, hinu rússneska Torpedo Moskvu, þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Kravchuk rifti samningi sínum við liðið hið snarasta og hefur nú fengið leyfi til að æfa með U-23 ára liði Manchester City. Oleksandr Zinchenko, landi hans og fyrrum samherji í unglingaliði Shakhtar Donetsk, hjálpaði Kravchuk að komast til Manchester og sá til þess að hann gæti æft með U-23 ára liði félagsins. Í viðtali á vef breska ríkisútvarpsins segir Kravchuk það hafa verið mjög óþægilegt að vera á mála hjá rússnesku félagi eftir innrás Rússa. „Ég var að spila í landi sem réðst inn í heimaland mitt. Það eina í stöðunni var að yfirgefa félagið og Rússland. Fólk í Úkraínu hefði aldrei fyrirgefið mér hefði ég haldið áfram að spila í Moskvu.“ Manchester City have allowed Ukrainian refugee Andrii Kravchuk to train with them, following approval from the Premier League. He is a former teammate of Oleksandr Zinchenko who recently terminated his contract with Torpedo Moscow and fled to Manchester. #ManCity— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) March 31, 2022 Fjölskylda Kravchuk er sem stendur enn í Úkraínu og bróðir hans Aleks er hluti af herliðinu sem hefur barist við Rússa allt síðan innrásin hófst. „Ég segi honum á hverjum degi hversu stoltur ég er. Ekki aðeins því hann er að verja fjölskyldu okkar heldur er hann að velja landið allt og úkraínsku þjóðina. Hann fer ekki fet og gefst ekki upp,“ sagði Kravchuk um bróðir sinn. „Ég hef miklar áhyggjur. Ég er í ýmsum hópspjöllum í símanum mínum og er alltaf að fá tilkynningar um sprengjuviðvaranir. Alltaf þegar ein slík kemur upp þá verð ég mjög áhyggjufullur. Maður hugsar alltaf um að fjölskylda manns sé í lífshættu.“ Kravchuk er ævinlega þakklátur Manchester City sem og landa sínum Zinchenko. „Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög erfiðir en að vera kominn aftur út á völl gerir mjög mikið fyrir mig,“ sagði hinn 23 ára gamli Úkraínumaður að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira