Man City aftur á toppinn | Magnaður Ward-Prowse Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2022 16:10 Kevin De Bruyne kemur Man City 1-0 yfir. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Burnley. Þá skoraði James Ward-Prowse enn eitt aukaspyrnumarkið fyrir Southampton. Það tók Man City ekki langan tíma að gera út um leikinn gegn Burnley. Kevin De Bruyne kom gestunum yfir strax á 5. mínútu og á 25. mínútu var staðan orðin 2-0 þökk sé marki İlkay Gündoğan. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Man City er því komið á topp deildarinnar á nýjan leik, nú með 73 stig á meðan Liverpool er með 72 stig í 2. sæti. 23 - Man City are the only side yet to drop a single point from a winning position in the Premier League this season, winning all 23 games in which they ve led. No side has ever gone through an entire Premier League campaign without dropping points when ahead before. Pacesetters. pic.twitter.com/TBSWhcSgyt— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2022 Brighton & Hove Albion og Norwich City gerðu markalaust jafntefli þar sem Neal Maupey brenndi af vítaspyrnu fyrir heimaliðið. Wolves vann 2-1 sigur á Aston Villa og þá gerðu Leeds United og Southampton 1-1 jafntefli. Ward-Prowse jafnaði metin fyrir Southampton með marki beint úr aukaspyrnu. Hans þrettánda aukaspyrnumark fyrir félagið. Aðeins David Beckham hefur skorað fleiri í ensku úrvalsdeildinni. 13 - Only David Beckham (18) has scored more direct free-kick goals in Premier League history than James Ward-Prowse (13), with nine of Ward-Prowse s strikes coming away from home. Trademark.— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2022 Fótbolti Enski boltinn
Manchester City er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Burnley. Þá skoraði James Ward-Prowse enn eitt aukaspyrnumarkið fyrir Southampton. Það tók Man City ekki langan tíma að gera út um leikinn gegn Burnley. Kevin De Bruyne kom gestunum yfir strax á 5. mínútu og á 25. mínútu var staðan orðin 2-0 þökk sé marki İlkay Gündoğan. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Man City er því komið á topp deildarinnar á nýjan leik, nú með 73 stig á meðan Liverpool er með 72 stig í 2. sæti. 23 - Man City are the only side yet to drop a single point from a winning position in the Premier League this season, winning all 23 games in which they ve led. No side has ever gone through an entire Premier League campaign without dropping points when ahead before. Pacesetters. pic.twitter.com/TBSWhcSgyt— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2022 Brighton & Hove Albion og Norwich City gerðu markalaust jafntefli þar sem Neal Maupey brenndi af vítaspyrnu fyrir heimaliðið. Wolves vann 2-1 sigur á Aston Villa og þá gerðu Leeds United og Southampton 1-1 jafntefli. Ward-Prowse jafnaði metin fyrir Southampton með marki beint úr aukaspyrnu. Hans þrettánda aukaspyrnumark fyrir félagið. Aðeins David Beckham hefur skorað fleiri í ensku úrvalsdeildinni. 13 - Only David Beckham (18) has scored more direct free-kick goals in Premier League history than James Ward-Prowse (13), with nine of Ward-Prowse s strikes coming away from home. Trademark.— OptaJoe (@OptaJoe) April 2, 2022