Ótrúlegur sigur Brentford á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2022 15:55 Leikmenn Brentford fagna einu fjögurra marka sinna í dag. EPA-EFE/NEIL HALL Brentford vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn komust yfir snemma í síðari hálfleik en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu magnaðan sigur. Nýliðar Brentford byrjuðu mun betur á Brúnni. Þeir pressuðu stíft og gerðu Chelsea lífið leitt. Ivan Toney fékk tvö fín færi til að koma þeim yfir á meðan Hakim Ziyech átti þrumuskot sem David Raya rétt varði í marki gestanna. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus í hálfleik. Í síðari hálfleik breyttust hlutirnir og það hratt. Hinn einkar eftirsótti Antonio Rüdiger – miðvörður Chelsea – leiddist þófið og ákvað að þruma að marki lengst utan af velli. Boltinn sveiflaðist til og frá í loftinu áður en fór í stöng og inn. Ótrúlegt mark í alla staði og mátti búast við að mótstaða gestanna væri þarna á þrotum. Annað kom hins vegar á daginn. Vitaly Janet jafnaði metin örskömmu síðar með góðu vinstri fótar skoti við D-bogann eftir að Bryan Mbeumo hafði lagt boltann til hliðar. Staðan orðin 1-1 og þremur mínútum síðar var hún orðin 2-1 gestunum í vil. Daninn Christian Eriksen skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu Mbeumo fyrir markið. Ótrúlegur viðsnúningur og heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar sléttur klukkutími var liðinn var staðan svo orðin 3-1 Brentford í vil. 48 Chelsea 1-0 Brentford 50 Chelsea 1-1 Brentford 54 Chelsea 1-2 Brentford60 Chelsea 1-3 Brentford pic.twitter.com/FHO0Z94Gmq— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Aftur var Janelt á ferðinni en að þessu sinni fékk hann sendingu frá Toney inn fyrir vörn Chelsea og lyfti Janelt boltanum snyrtilega yfir Edouard Mendy í marki Chelsea úr þröngu færi. Yoane Wissa fullkomnaði svo niðurlægingu heimamanna þegar hann skoraði fjórða mark Brentford á 87. mínútu. Lokatölur 1-4 og annað tap Chelsea á heimavelli í deildinni staðreynd. Fótbolti Enski boltinn
Brentford vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn komust yfir snemma í síðari hálfleik en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu magnaðan sigur. Nýliðar Brentford byrjuðu mun betur á Brúnni. Þeir pressuðu stíft og gerðu Chelsea lífið leitt. Ivan Toney fékk tvö fín færi til að koma þeim yfir á meðan Hakim Ziyech átti þrumuskot sem David Raya rétt varði í marki gestanna. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus í hálfleik. Í síðari hálfleik breyttust hlutirnir og það hratt. Hinn einkar eftirsótti Antonio Rüdiger – miðvörður Chelsea – leiddist þófið og ákvað að þruma að marki lengst utan af velli. Boltinn sveiflaðist til og frá í loftinu áður en fór í stöng og inn. Ótrúlegt mark í alla staði og mátti búast við að mótstaða gestanna væri þarna á þrotum. Annað kom hins vegar á daginn. Vitaly Janet jafnaði metin örskömmu síðar með góðu vinstri fótar skoti við D-bogann eftir að Bryan Mbeumo hafði lagt boltann til hliðar. Staðan orðin 1-1 og þremur mínútum síðar var hún orðin 2-1 gestunum í vil. Daninn Christian Eriksen skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu Mbeumo fyrir markið. Ótrúlegur viðsnúningur og heimamenn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar sléttur klukkutími var liðinn var staðan svo orðin 3-1 Brentford í vil. 48 Chelsea 1-0 Brentford 50 Chelsea 1-1 Brentford 54 Chelsea 1-2 Brentford60 Chelsea 1-3 Brentford pic.twitter.com/FHO0Z94Gmq— B/R Football (@brfootball) April 2, 2022 Aftur var Janelt á ferðinni en að þessu sinni fékk hann sendingu frá Toney inn fyrir vörn Chelsea og lyfti Janelt boltanum snyrtilega yfir Edouard Mendy í marki Chelsea úr þröngu færi. Yoane Wissa fullkomnaði svo niðurlægingu heimamanna þegar hann skoraði fjórða mark Brentford á 87. mínútu. Lokatölur 1-4 og annað tap Chelsea á heimavelli í deildinni staðreynd.