Þriðji og síðasti sigur Ármanns á XY Snorri Rafn Hallsson skrifar 2. apríl 2022 13:01 Síðast þegar liðin mættust settu þau Íslandsmet í lotufjölda en sú viðureign fór 34–32 fyrir Ármanni í Nuke. Þar áður hafði Ármann unnið 16–10. Þessir sigrar gerðu það að verkum að jafnvel þótt XY hefði betur og næði að jafna Ármann að stigum, var Ármann öruggt í fjórða sæti deildarinnar. Það kom skemmtilega á óvart að liðin skyldu ákveða að ljúka tímabilinu í Ancient, kortinu sem kom nýtt inn á þessu tímabili en þetta er einungis annar leikurinn sem fór fram þar og lék Ármann þá báða. XY hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) en kortið hentar þeirri hlið alla jafna mun betur. Skammbyssulotan féll einnig í hlut XY þar sem KeliTurbo var með fjórfalda fellu. Ágætis byrjun það. XY lenti í vandræðum í upphafi annarrar lotu og þreföld fella frá 7homsen jafnaði leikinn. Gat Ármann þá vopnast þokkalega og unnið næstu tvær lotur í kjölfarið áður en XY gat vopnast almennilega. Allt var upp á tíu hjá Ármanni sem voru árásargjarnir í aðgerðum sínum og virtust vel kunnir kortinu. Eftir sex lotur var staðan því 5–1 fyrir Ármanni. Þá felldi XY tvo andstæðinga snemma sem hraðaði sókninni og gat XY nýtt sér mistök Ármanns til að minnka muninn örlítið. Með bensín- og reyksprengjum náði XY einnig að vinna næstu lotu með herkjum. Ármann hafði forystuna í hálfleiknum og XY var jafnan í nokkrum fjárhagsvandræðum. 7homsen fór á kostum á prikinu og voru leikmenn Ármanns jafnan fljótir að koma sprengjunni fyrir. Staða í hálfleik: Ármann 10 – 5 XY Í þetta skiptið vann Ármann skammbyssulotuna og stillti upp í skothelda vörn sem XY átti afar erfitt með að komast í gegnum. Náði XY einungis tveimur lotum í síðari hálfleik áður en Hundzi náði þrefaldri fellu með 4hp til að loka leiknum. Lokastaða: Ármann 16 – 7 XY Eftir að hafa verið pakkað saman í Ancient 16–3 af Dusty í fyrstu umferð tímabilsins var viðeigandi að þeir skyldu ljúka tímabilinu þar með góðum sigri. „Þetta endaði aðeins betur en fyrst,“ sagði Arnar „Vargur“ eftir leikinn. Þá er ljóst að Ármann endar í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en XY í því fimmta með 18 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Ármann
Síðast þegar liðin mættust settu þau Íslandsmet í lotufjölda en sú viðureign fór 34–32 fyrir Ármanni í Nuke. Þar áður hafði Ármann unnið 16–10. Þessir sigrar gerðu það að verkum að jafnvel þótt XY hefði betur og næði að jafna Ármann að stigum, var Ármann öruggt í fjórða sæti deildarinnar. Það kom skemmtilega á óvart að liðin skyldu ákveða að ljúka tímabilinu í Ancient, kortinu sem kom nýtt inn á þessu tímabili en þetta er einungis annar leikurinn sem fór fram þar og lék Ármann þá báða. XY hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) en kortið hentar þeirri hlið alla jafna mun betur. Skammbyssulotan féll einnig í hlut XY þar sem KeliTurbo var með fjórfalda fellu. Ágætis byrjun það. XY lenti í vandræðum í upphafi annarrar lotu og þreföld fella frá 7homsen jafnaði leikinn. Gat Ármann þá vopnast þokkalega og unnið næstu tvær lotur í kjölfarið áður en XY gat vopnast almennilega. Allt var upp á tíu hjá Ármanni sem voru árásargjarnir í aðgerðum sínum og virtust vel kunnir kortinu. Eftir sex lotur var staðan því 5–1 fyrir Ármanni. Þá felldi XY tvo andstæðinga snemma sem hraðaði sókninni og gat XY nýtt sér mistök Ármanns til að minnka muninn örlítið. Með bensín- og reyksprengjum náði XY einnig að vinna næstu lotu með herkjum. Ármann hafði forystuna í hálfleiknum og XY var jafnan í nokkrum fjárhagsvandræðum. 7homsen fór á kostum á prikinu og voru leikmenn Ármanns jafnan fljótir að koma sprengjunni fyrir. Staða í hálfleik: Ármann 10 – 5 XY Í þetta skiptið vann Ármann skammbyssulotuna og stillti upp í skothelda vörn sem XY átti afar erfitt með að komast í gegnum. Náði XY einungis tveimur lotum í síðari hálfleik áður en Hundzi náði þrefaldri fellu með 4hp til að loka leiknum. Lokastaða: Ármann 16 – 7 XY Eftir að hafa verið pakkað saman í Ancient 16–3 af Dusty í fyrstu umferð tímabilsins var viðeigandi að þeir skyldu ljúka tímabilinu þar með góðum sigri. „Þetta endaði aðeins betur en fyrst,“ sagði Arnar „Vargur“ eftir leikinn. Þá er ljóst að Ármann endar í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig en XY í því fimmta með 18 stig.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti