Enski boltinn

Hrósaði Wat­ford og sagði úr­slitin skipta mestu máli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp var sáttur með stigin þrjú.
Klopp var sáttur með stigin þrjú. EPA-EFE/ANDREW YATES

„Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við. Ég ætla ekki að fara greina leikinn þar sem ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Jürgen Klopp eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Watford í dag. Var þetta tíundi sigur liðsins í röð.

Liverpool tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Watford sem er í bullandi fallbaráttu. Sigurinn var sanngjarn en mörkin létu á sér standa framan af. Síðara markið kom ekki fyrr en undir lok leiks.

„Watford og sérstaklega Roy Hodgson eiga mikið hrós skilið. Hann er frábær í að stilla liði upp og skipuleggja það. Þeir vörðu svæðin vel, við hefðum getað spilað betur en það skiptir ekki öllu í dag. Við þurfum að sýna þroska og vilja til að vinna leikinn.“

„Hápressan okkar var sú besta í langan tíma en við hefðum getað gert betur þegar við vorum með stjórn á boltanum. Við skoruðum tvö mörk, stýrðum leiknum og þurftum aðeins einu sinni á Alisson að halda,“ sagði Klopp að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×