Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en eftir fyrsta leikhluta högðu gestirnir fjögurra stiga forskot. Tryggvi og félagar snéru því við í öðrum leikhluta og staðan var jöfn þegar flautað var til hálfleiks, 31-31þ
Gestirnir í Joventud Badalona náðu forystunni á ný í þriðja leikhluta og leiddu með fjórum stigum að honum loknum. Þeir voru svo mun sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og unnu að lokum 14 stiga sigur, 77-63.
Tryggvi skoraði sex stig fyrir Zaragoza í kvöld og tók ásamt því sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Liðið situr í næst neðsta sæti deildarinnar með átta sigra og 17 töp í 25 leikjum.