Orban enn á ný talinn líklegur til sigurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 10:18 Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og eiginkona hans Aniko Levai greiddu atkvæði í Búdapest í morgun. Getty/Janos Kummer Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Beri hægri-þjóðernisflokkur Orbans sigur úr bítum mun hann framlengja tólf ára setu sína á valdastóli. Annað er talið ólíklegt enda stjórnar flokkur hans útgefnu efni fjölmiðla með harðri hendi. Bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á valdatíð Fidesz-flokksins en oft á tíðum hefur stjórnarandstöðunni gengið erfiðlega að tala einum rómi í kosningabaráttunni enda spanna bandalagsflokkarnir sex flest róf stjórnmála, flokka bæði yst á hægri og vinstri ás stjórnmálanna, frjálslynda og græningja. Sameinaðir stjórnarandstöðuflokkar og ytri ógn, stríðið í nágrannalandinu Úkraínu, hefur þó haft það í för með sér að stjórnarandstöðuflokkarnir eru samkvæmt skoðanakönnunum tæpir á því að bera sigur úr bítum. Allt er þó enn mögulegt og þetta er í fyrsta sinn síðan stjórnmálaflokkur Orbans tók völd árið 2010 sem hætta er á að flokkurinn sigri ekki kosningar. Leiðtogi stjórnarandstöðubandalagsins, hinn 49 ára gamli íhaldsmaður Peter Marki-Zay, sagðist í morgun vongóður um að þingkosningar muni breyta stefnu Ungverjalands. Marki-Zay greiddi atkvæði sitt í morgun ásamt eiginkonu sinni og börnum í heimabænum Hodmezovasarhely í suðurhluta Ungverjalands. Borgarstjóri Hodmeovasarhely sagði í morgun að Ungverjar væru nú að ákveða hvort spillt hægri-popúlistastjórn Orbans, sem hefði hundsað gang lýðræðis og kúgað fjölmiðla undanfarin tólf ár, fengi að halda völdum. Samkvæmt nýjustu útgönguspám Zavecz Research leiðir Fidesz með 39% atkvæða gegn 36% atkvæða stjórnarandstöðubanfalagsins. Einn fimmti kjósenda hefur enn ekki ákveðið hvað hann mun kjósa. Marki-Zay hefur lýst því yfir að kjósendur væru að ákveða milli austurs og vesturs. Orban hefur haft þá stefnu að snúa frekar að Rússlandi en Evrópusambandinu. Hann hefur til dæmis neitað að taka þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi.
Ungverjaland Tengdar fréttir Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43